Geta Púrítanarnir starfað með Pírötum í ríkisstjórn?

Píratar eru augljóslega að þroskast sem stjórnmálaflokkur. Þeir hafa lært að stjórnmál fela gjarna í sér málamiðlanir.

Þeir hafa lært að það þarf að gefa eftir í stefnumálin og jafnvel svíkja loforð sem gefin hafa verið.

Þeir hafa líka lært að finna mis trúverðugar afsakanir fyrir því að ekki er hægt að standa við stefnuna og ef ég hef skilið rétt hafa jafnvel mistök komið þar við sögu.

Þar að auki virðast Píratar telja stefnumál sín hálf absúrd og óraunhæft sé að gera kröfur til annara flokka sem þeir mynda hugsanlega ríkisstjórn með.

Gott ef Píratar eru ekki farnir að sjá ákveðinn pólítískan ómöguleika við kröfur sínar.

Það gerist ekki öllu þægilegra fyrir samstarfsflokkana.

En reyndir stjórnmálamenn og -flokkar eiga ekkert erfitt með að skilja að stundum þarf að svíkja kosningaloforð, nú eða hvika frá stefnunni.

Það er ef til vill stærsta spurningin hvernig hinir óspjölluðu púrítanar í Viðreisn gengur að fella sig við samstarf við stjórnmálaflokk sem svíkur svona stefnu sína og loforð.

Því það var eins og rauður þráður (það er einmitt rauði þráðurinn sem leiðir þá að vinstri stjórn) í gegnum kosningabaráttu þeirra að það að svíkja kosningaloforð væri alfarið fatalt og lúaleg framkoma og slíkir flokkar væru ekki upp á marga fiska.

Það er því erfitt að sjá fyrir sér Viðreisn í samstarfi við flokka sem eru byrjaðir að svíkja loforðin sín jafnvel áður en þeir komast í ríkisstjórn.

Það gæti líka hugsast að kosningaloforð Vinstri grænna frá því 2009, þar sem Steingrímur lofaði því deginum fyrir kjördag (eins og þau höfðu reyndar gert í gegnum alla kosningabaráttuna) að það kæmi alls ekki til greina að sækja um aðild að "Sambandinu".

Það gæti verið erfiður biti að kyngja fyrir "kosningaloforðalögreglu" eins og Viðreisn því sem næst gaf sig út fyrir að vera í kosningabaráttunni.

Ég man þó ekki hvort þau gáfu út á hvað mörgum árum, eða kjörtímabilum slík svik fyrnast.

 

 

 


mbl.is Fjórir málefnahópar funda í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband