Þið talið bara við Brussel: Hafa Íslendingar hug á að hegna helsta viðskiptalandi sínu?

Það er hárrétt hjá Lilju Alfreðsdóttur að þau gerast ekki mörg stærri utanríkismálin en að halda vel á spöðunum fyrir Ísland, vegna fyrirhugaðrar úrsagnar Breta úr Evrópusambandinu.

Á sama tíma tala "Evrópusambandshaukar" um nauðsyn þess að refsa Bretlandi fyrir að voga sér að ætla að yfirgefa hinn hátimbraða selskap.

Það sé nauðsynlegt að sýna þeim ítrustu hörku og "láta þá finna fyrir því". Engu skiptir þó margt bendi til þess að "Sambandið" og einstök aðildarríki þess geti farið mun verr út úr slíkri hörku en Bretland.

En skyldu Íslendingar vera almennt þeirrar skoðunar að þeir vilji taka þátt í því að hegna einu af sínum helstu viðskiptalöndum?

(Ég veit að Íslendingar vildu gjarna ná í skottið á Gordon Brown og Verkamannaflokknum, en sem betur fer eru þeir ákaflega áhrifalitlir í breskum stjórnmálum nú um stundir).

En stóra spurningin er vilja Íslendingar taka þátt í því að hegna Bretum og setja enn meiri óvissu um framtíð viðskipta okkar við þá?

Ég myndi svara þeirri spurningu neitandi. Og ef Íslendingar gera það almennt ætti flestum skynsömum mönnum að vera ljóst að það að sækja um aðild að Evrópusambandinu, að endurvekja dauðu umsóknina, eða jafnvel að greiða atkvæði um hvort að Íslendingar vilji að aðildarviðræður "hefjist að nýju" gerir það að verkum að Bretar hafa ekkert við Íslendinga að ræða. 

Í það minnsta ekki fyrr en Íslendingar hefðu sagt nei við frekari aðildarviðræðum. Ef það yrði niðurstaðan.

Eru skilaboðin sem Íslendingar og íslenskir stjórnmálamenn vilja senda til Breta:  Þið talið bara við Brussel?

Æ fleiri, ekki síst á vinstri væng íslenskra stjórnmála, sjá hvað mikið feigðarflan aðildarumsókn að "Sambandinu" er við þær kringumstæður sem uppi eru nú, á Íslandi, í Evrópusambandinu og umheiminum öllum.

En samt eru meirihluti þeirra flokka sem nú sitja og ræða hugsanlega tilurð 5 flokka vinstri stjórnar með það á stefnuskránni að halda áfram með hinar strönduðu aðlögunarviðræður.

Sumir líta á það sem eitt af sínum helstu stefnumálum eða jafnvel tilgang.

Persónulega held ég að Íslendingar hafi ekki "efni" á því að hafa slíka flokka við stjórnvölinn nú.

Ja, nema auðvitað að þeir ákveði að hugsa fyrst og fremst um þjóðarhag og fari að svíkja kosningaloforð.

 

 


mbl.is Eitt stærsta utanríkismálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

VERULEGA GÓÐUR í dag, Tómas! - ert svo sannarlega með réttu greininguna á þessum viðsjárverðu áhorfs- og ákvörðunarmálum næstu vikna og mánaða.

Jón Valur Jensson, 22.11.2016 kl. 07:18

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Tómas ég tek mér leifi að segja sama og Jón Valur og von mín er veik núna meðan þetta svika lið er að krúkka saman geri nokkuð annað en að stefna strax að inngöngu í ESB. Munum völd ráðherra og hvað þeir geta gert upp á sitt einsdæmi bara til að láta reyna á það. Steingrímur og hans fylgisveinar hafa enn sitt veldi. Horfið bara á hve dökkt er í kringum augun á Katrínu en þetta er álag sem hún mun ekki þola.   

Valdimar Samúelsson, 22.11.2016 kl. 14:30

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ef við tökum annan vinkil í umræðunni; Treystir Evrópusambandið VG. aftur? þeir vita vel um afhroð Samfylkingarinnar,það er vísun á tortryggni þeirra.

Helga Kristjánsdóttir, 22.11.2016 kl. 23:53

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Valur Þakka þér fyrir þetta. Þetta er einfaldlega mín sýn á málin. Það má segja að nú séu nokkrir umbrotstímar. Því er enn mikilvægara að stíga varlega til jarðar og flýta sér hægt.

@Valdimar Þakka þér fyrir þetta. Ég held að við þurfum ekki að óttast Katrínu meira en aðra stjórnmálamenn. En það mun vissulega þurfa kraft, þor en ekki síst mikla lagni ef hún hefur vegferð með þessa 5 flokka.

En hins vegar er það ljóst að þeir sem eru andstæðir inngöngu Íslands í "Sambandið" geta ekki leyft sér að slaka á.  Ekki nú, og ekki í fyrirsjáanlegri framtíð.

@Helga Þakka þér fyrir þetta.  Ég held reyndar að Evrópusambandið hafi við núverandi kringumstæður engan verulegan áhuga á því að ræða við Ísland. En samt sem áður geta þeir eiginlega ekki neitað viðræðum.

En líklega yrðu þær jafn dauðar og þær hafa verið.

En akkúrat núna snýst þetta ekki um "Sambandið", heldur hvernig spilast úr á milli Íslendinga og Breta.  Ef Bretar líta svo á að íslensk stjórnvöld stefni á "Sambandsaðild", er engin ástæða fyrir þá að eyða dýrmætum tíma og starfskröftum að svo mikið sem ræða við Ísland.  Það yrði þá einfaldlega afgreitt í framtíðinni í gegnum Brussel.

Breta hafa hins vigar sýnt nokkurn áhuga á því að "starfa í norður" á undanförnum árum og þann áhuga gætu Íslendingar nýtt sér.

Akkúrat núna er líka hver bandamaður Bretum all nokkurs virði, jafnvel þó að þeir séu ekki stórir.

Þess vegna eru aðlögunarviðræður, eða sú stefna að endurvekja þær, að mínu mati algerlega út í hött.

G. Tómas Gunnarsson, 23.11.2016 kl. 05:09

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og aftur færðu stjörnueinkunn fyrir skilning þinn og djúpskyggni meiri en annarra.

Jón Valur Jensson, 23.11.2016 kl. 06:47

6 identicon

Það er algjör óþarfi fyrir Lilju að taka mark á Nicola Sturgeon, sem hefur verið höfð að háði og spotti fyrir að vera pólítískur fáviti. Hún heldur að Skotar geti verið áfram í ESB eftir Brexit. Og hún heldur að Skotar geti verið sj´lfstæðir á meðan Skotland er með gífurlegan fjárlagahalla og er haldið á floti með milljarðaframlögum frá Westminster. Og eitt er víst, ef Skotar kjósa sjálfstæði frá Englandi, Wales og N-Írlandi í framtíðinni, þá er alveg gefið að þeir vilja ekki missa sjálfstæðið aftur með aðild að sambandinu. Sturgeon er Remainer (remoaner) sem heldur að Skotland geti haft sjálfstæða utanríkisstefnu, svona eins og Dagur B. Eggerts hélt að Reykjavíkurborg gæti sett viðskiptabann á Ísrael.

Pétur D. (IP-tala skráð) 28.11.2016 kl. 13:17

7 identicon

Fyndin mistök:

https://www.facebook.com/wigan.today/videos/1326053860740698/

Pétur D. (IP-tala skráð) 28.11.2016 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband