Auðvitað eiga "flautuleikarar" ekki að spila lög um "góða fólkið".

Það er áhugavert að heyra að það sjónarmið að Wikileaks hafi gengið of langt í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna.

"Upp­ljóstr­ar­ar sem varpa ljósi á spillt­ar rík­is­stjórn­ir og stríðsglæpi eru ekki svik­ar­ar. Skamm­astu þín.."

En þegar ljóstrað er upp um spillta frambjóðendur og vafsamar gjörðir þeirra, þá er "gengið of langt".

Ég ritaði hér á blogginu fyrir nokkrum dögum:

"Wikileaks, sem hefur verið eins og "lýsandi viti" fyrir hinn "frjálslynda heim", er nú "handbendi Rússa". Lekar eiga ekkert erindi til almennings ef þeir hjálpa "vondu köllunum"."

Það má lengi deila um hvaða upplýsingar eigi erindi til almennings og hverjar ekki.

Í gegnum árin hefur Wikileaks birt mikið magn af gögnum sem hafa m.a. innihaldið mjög viðkvæmar persónulega upplýsingar.  Upplýsingar sem hafa skapað mörgum persónuleg vandræði og jafnvel sett líf þeirra í hættu.

Gögn á vefsvæði Wikileaks hafa einnig innihaldið nöfn "leynilegra útsendara", eða heimildarmanna, staðsettum í löndum sem slíkt setur líf þeirra sjálfkrafa í hættu.

Þess vegna hefur viðhorf margra til Wikileaks verið blendið í gegnum tíðina.

En það er ekki hægt annað en að kíma, þegar það er atganga gegn Hillary Clinton sem snýr svo mörgum gegn þeim.

Hafi upplýsingar þær sem Wikileaks hefur birt í gegnum tíðina átt erindi til almennings, ættu gögnin frá Hillary Clinton og Demókrötum svo sannarlega erindi.

En auðvitað eiga "flautuleikarar" að þjóna "góða fólkinu".

Það flækir svo auðvitað málið að það getur verið svo skratti erfitt að sjá hverjir það eru.

 

 

 

 


mbl.is Sagði höfundi Downton Abbey að skammast sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Var það ekki Assange sjálfur sem sagði að lekinn um Clintonpóstana hafi eftir a að hyggja verið "fulllangt gengið"?

Og kannski þú getir útskýrt fyrir mér þennan frasa "góða fólkið". Ég hef aldrei náð því almennilega hvað er meint með þessu.

Kristján G. Arngrímsson, 15.11.2016 kl. 10:41

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján Þakka þér fyrir þetta.  Hvergi hef ég séð Assange segja að lekinn á "demókratapóstunum" hafi gengið og langt. Þvert á móti hef ég séð eftir honum haft að þeir hafi orðið til þess að kjósendur hafi gengið upplýstari að kjörborðinu og hafi orðið US til góðs.

En ef þú hefur hitt á takteinunum, hefði ég gaman af því að sjá hlekk.

Í einhverjum skrýtnum tvisti, fór svo af stað einhver hrefying um að Trump ætti að náða Assange. En ég held að það nái varla flugi.

En "góða fólkið" er ágætur en ef til vill örlítið ofnotður frasi, sem er eins og margir aðrir frasar teygjanlegur og lítt skilgreindur.

En "góða fólkið" er auðvitað andstæða "vonda fólksins".  Eins og t.d. kjósenda Trumps. "Hinna hræðilegu", "hinna hneykslanlegu" (the deplorables), rasistann, "redneckanna", hinna heimsku og óumburðarlyndu, reiða fólkins, byssuóðu.

Enda á "góða fólkið" víða erfitt þessa dagana eins og má t.d. lesa hérna: http://www.usatoday.com/story/opinion/2016/11/14/trump-liberal-college-campuses-michigan-yale-glenn-reynolds-column/93765568/

"Góða fólkið" er auðvitað fylgjandi því að allir séu vinir og ástundar "samræðu og "hálsaskógarpólítík"", sem þó getur fengið "alternativ endi", eins og lýst er hér:

http://www.visir.is/halldor-07.11.16/article/2016161109124

G. Tómas Gunnarsson, 15.11.2016 kl. 13:30

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég man ekki hvar ég sá þetta með Assange, og reyndar getur verið að þetta sé misminni.

"Góða fólkið" er semsagt niðrandi orðalag um þá sem teljast politcally correct. Það útskýrir ýmislegt.

Ég setti þennan hlekk á Facebook hjá mér um daginn:

http://qz.com/833160/trumps-victory-in-the-us-election-reveals-that-we-cant-imagine-a-reality-different-from-our-own/

Kristján G. Arngrímsson, 15.11.2016 kl. 14:01

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján þakka þér fyrir þetta.  Ég er ekki að segja að þetta sé rangt með Assange, en ég hef hvergi séð slíkt, heldur þvert á móti frá honum.

Þú ert nokkuð með þetta hvað góða fólkið varðar.

Hér er líka góð útskýring á sigri Trump.  Þessi kemur frá vinstri, en er engu síður snilld.  Þó að "fuck" sé ef til vill full stór hluti af orðaforðanum

G. Tómas Gunnarsson, 15.11.2016 kl. 17:01

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

G. Tómas Gunnarsson, 15.11.2016 kl. 17:01

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hér ætti reyndar að koma video  en birtist ekki. En það má finna hér.

https://www.youtube.com/watch?v=GLG9g7BcjKs

G. Tómas Gunnarsson, 15.11.2016 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband