Væri ekki best að skipta á vöffum í viðræðunum?

Nú ætla Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð að "kíkja í pakkann" og athuga hvort að þar leynist eitthvað sem þeir geta sameinast um að mynda ríkisstjórn í kringum.

Ég verð að lýsa þeirri persónulegri skoðun minni að mér lýst ekki á þessa ríkisstjórn.

Ég held að þetta sé ekki það sem Ísland þarfnast nú.  Vissulega hljómar þetta betur en 5 flokka vinstristjórn, en ríkstjórn með tveimur til þess að gera nýjum flokkum og eins manns meirihluta er ekki eitthvað sem ég held að sé rökrétt í stöðunni.

Ég held að Ísland þarfnist stjórnar sem geti stjórnað af meiri festu og með víðari pólítíska skírskotun.

Best væri auðvitað að skipta á "vöffum" í þessum viðræðum, að VG kæmi inn í viðræðurnar í stað Viðreisnar.

En það er auðvitað spurning hvað samband Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er sterkt?

En auðvitað þarf landið að fá ríkisstjórn og rétt á líta málin opnum huga, alla vegna þangað til (ef) stjórnarsáttmáli lítur dagsins ljós.

 


mbl.is Formlegar viðræður hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski (eins og þú segir í endann) betra bíða og sjá hvað kemur, ég held reyndar að þetta mál sé ekki það erfiðasta, það kemur raunverulegum áhugamönnum um að landið verði hluti af ESB betur að setja þetta á ís í einhvern tíma heldur en að einhver bindandi ákvörðun verði tekin núna þegar ESB er óvinsælt.

ls (IP-tala skráð) 15.11.2016 kl. 09:45

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls Þakka þér fyrir þetta. Það má segja að það sé merkilegt að þú telur að ég hafi fyrst og fremst verið að tala um "aðildarumsóknina".  Ég reyndar stóðst ekki freistinguna um að nota líkinguna um að "kíkja í pakkann" þegar ég lýsti viðræðunum.

En það er margt fleira sem gerir það að verkum að mér líst miðlungi vel á slíka ríkisstjórn, ekki síst hinn tæpi meirihluti.

En það er rétt að bíða og sjá útkomuna, sem gæti jafnvel orðið engin.

G. Tómas Gunnarsson, 15.11.2016 kl. 12:13

3 identicon

Úps, kíkjaípakkannorðalagið var líklega að plata mig þarna!

Það eru væntanlega leiðtogahæfileikar forystumannanna sem segja mest til um hvort tæpur meirihluti virkar eða ekki.

Sjálfum finnst mér augljóst að þetta sé það stjórnarmynstur sem er Viðreisn helst að skapi, en á móti alls ekki það sem Sjálfstæðismenn hefðu helst viljað.

Ég get alveg ímyndað mér að Evrópusambandsaðildarviðræðuatkvæðagreiðslan sé ekki stórt vandamál, heldur ekki landbúnaðarmál en sjávarútvegsmálin séu erfiðari svo og gengismál og peningastefna (án þess náttúrlega að vita neitt um það).

Hvað verður kemur svo í ljós, við gerum svosem ekkert annað en að fylgjast með. Sjálfur læt ég það eiga sig að velta fyrir mér hvað mér líkar betur eða verr, þó ekki væri annað er það fín aðferð til að verða síður fyrir vonbrigðum...

ls (IP-tala skráð) 15.11.2016 kl. 13:16

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls Þakka þér fyrir þetta.  Ég auðvitað notaði þetta orðalag vísvitandi. En það er að ýmsu leyti ástæða til að hafa áhyggjur af því þegar stjórn hefur minnsta mögulega meirihluta.

Það má ef til vill segja að slík stjórn dæmist oft til þess að láta stjórnast af lægri samnefnurunum, svo við tökum ekki sterkar til orða.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf einnig að varast að teygja sig of langt til þess að komast í stjórn.

Og ef á að greiða atkvæði um aðildarviðræður, þá þarf líka, eins og ég hef reyndar skrifað um áður, að segja hvernig menn hyggjast starta viðræðum upp á nýtt?  Með sömu fyrirvörum og þær sigldu í strand á?

En ég hef enga trú á að jafnvel "Sambandið" hafi áhuga á viðræðum, þar sem helmingur ráðherra er á móti aðild, meirihluti á Alþingi er á móti aðild, 65% þjóðarinnar er á móti aðild (en fylgjandi viðræðum) o.s.frv.

En eins og einn kunningi minnn sagði, það má þó þakka fyrir að Benedikt vill ekki að IceSave ákvörðunin verði tekin upp.

G. Tómas Gunnarsson, 15.11.2016 kl. 14:07

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það má svo bæta því við að landbúnaðarmál yrðu óbreytt hjá ríkisstjórn sem byggir á stuðningi fyrrverandi formann bændasamtakanna (eða eitthvað þannig).

Svo bíða verkalýðsfélögin (með forystusveitir fullar af fyrrverandi Samfylkingarfólki) og því væri vissulega gott ef ríkisstjórnin hefði breiðari skírskotun.

G. Tómas Gunnarsson, 15.11.2016 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband