Kjósendur og skoðanakannanir

Sigur D.J. Trump er í bandarísku forsetakosningunum er í alla staði athyglisverður og mun verða tilefni vangaveltna og rannsókna um langa hríð.

Í raun bar Trump ekki aðeins sigur á Demókrötum og frambjóðanda þeirra, heldur barðist hann einnig við hluta Rúpúblikana.

En það er rétt sem kemur fram í fréttinni að álitsgjafar og skoðanakannanir gáfu Trump ekki mikla von um sigur. Reyndar voru dæmi um að aðferðafræðum skoðanakannana væri breytt, vegna þess að nokkuð góð staða Trumps í þeim þótti ekki trúverðug.

En sú staða að skoðanakannanir og álitsgjafar séu ekki í takt við úrslit kosninga er að verða regla fremur en undantekning.

Skemmst er að minnast "Brexit" kosninganna, bresku þingkosninganna, dönsku þingkosninganna og einnig nýafstaðinna þingkosninga á Íslandi.

Hvað álitsgjafana varðar er rétt að hafa í huga að þeir eru einungis einstaklingar, með eigin skoðanir, væntingar og vonir. Það má ef til vill frekar velta því fyrir sér úr hvaða "mengi" fjölmiðlum er tamt að velja þá.

En hvað skoðanakannanir varðar er málið annað.

Þar eru notaðar "viðurkenndar" aðferðir, sem hafa þróast í áranna rás.

En þær byggjast auðvitað á því að "úrtakið" sé rétt.

Ég held að hluti skýringarinnar sé að finna í þeirri staðreynd að vaxandi hópur ber vantraust til fjölmiðla og kannanafyrirtækja.

Það eru æ fleiri sem dettur ekki í hug að gefa upp afstöðu sína í síma eða tölvu sem það telur að hægt sé að rekja til sín.  Eða það tekur þá afstöðu að einfaldast sé að gefa upp skoðun í takt við ríkjandi "andrúmsloft".

Og það eru jú fjölmiðlarnir og álitsgjafarnir sem eiga svo ríkan þátt í því að skapa það.

Það gildir sömuleiðis að sami hópur er ekki líklegur til þess að taka þátt í "panelum", enda ótrúlega margir sem hafa þá trú að þar séu þeir "kortlagðir".

Ég hugsa að svokallaðir samfélagsmiðlar hafi enn aukið á þessa tilhneygingu. Það er ekki eins og að þeir hafi verið "vítamínsprauta" fyrir jákvæð skoðanaskipti og umburðarlyndi. Alla vegna ekki eins langt og ég hef séð.

Þess vegna er talað um "gleymdu kjósendurna" og í "Brexit" kosningunum var sagt að ótrúlega stór hópur þeirra sem kusu Bretland út úr Evrópusambandinu hefði aldrei tekið þátt í kosningum áður (þrátt fyrir að hafa aldur til).

Það má ef til vill segja að partur af þessu sé fréttin sem ég sá á vísi, þar sem sagt var að stuðningsfólk Trump á Íslandi færi með veggjum.

Ég er í sjálfu sér ekki óánægður með að Trump hafi notið lítils stuðnings á Íslandi, ég var ekki stuðningsmaður hans (reyndar ekki Hillary heldur). En ég ég er ekki stuðningsmaður þess að einstaklingar verði fyrir aðkasti fyrir það að tjá skoðanir sínar eða séu beinlínis hræddir við að gera það.

Það er ekki heillandi andrúmsloft.

 


mbl.is Trump og „gleymdu kjósendurnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Bakkelsið nam þetta rétt: http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/mynd-dagsins-islendingar-vilja-frekar-borda-trump?pressandate=20140121

Bakkelsið er greinilega málið nú til dags.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.11.2016 kl. 07:49

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásgrímur Þakka þér fyrir þetta.  Ekki ætla ég að gera lítið úr því hver spádómlega kleinuhringjaætur eru vaxnar.  En sá efi læðist þó í huga mér að það kunni að hafa eitthvað með framboð (á) Trump að gera.

Hitt er svo einnig vert að hafa í huga að enginn er til frásagnar um hver hlutföllin eru í þessum spádómum, nema akkúrat aðilinn sem fær ókeypis auglýsingu í fjölmiðlum.

G. Tómas Gunnarsson, 10.11.2016 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband