Framræsla votlendis

Eitt af helstu slagorðum Donalds Trumps í kosningabaráttunni var að "ræsa fram fenið", eða "drain the swamp".

Það er í sjálfu sér skemmtilega margrætt. Að ræsa fram fenið vísar bæði til hins mikla "kerfis" sem hreyfist hægt og einstaklingarnir eiga í erfiðleikum með að finna leið í gegnum það, gengur hægt, eru stundum gerðir afturreka eða jafnvel festast í því.

Það vísar einnig til "Foggy Bottom", sem er nafn á hverfi í Washington (Hvíta húsið, er þó rétt fyrir utan hverfismörk), en ekki síður slanguryrði yfir bandaríska utanríkisráðuneytið, sem er staðsett í Harry S. Truman byggingunni í hverfinu.

Washington borg er enda að stórum hluta byggð í mýrlendi.

En nú þegar ljóst er að D.J. Trump mun verða næsti forseti Bandaríkjanna, má líkega bæta því við að þó að framræsla votlendis geti vissulega bætt lífsgæði, þá er það mikil umhverfisvá að mér skilst.

Trump mun talinn það einnig.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband