9.11.2016 | 17:43
Vantraust samþykkt á forsætisráðherra Eistlands
Í dag samþykkti eistneska þingið (Riigikogu) vantraust á forsætisráðherra landsins, Taavi Rõivas.
Vantraust var samþykkt með 63 atkvæðum gegn 28 (10 voru fjarverandi) en 101 eiga sæti á þinginu.
Nær öruggt er talið að ný ríkisstjórn verði mynduð á allra næstu dögum. Í henni munu sitja tveri af þeim flokkum sem mynduðu ríkistjórn með Umbótaflokknum, þ.e. Sósíaldemókratar og Föðurlands og lýðveldisfylkingin. En í stað Umbótaflokksins muni Miðflokkurinn sæti í stjórninni og jafnframt muni Jüri Ratas formaüur flokksins taki við sem forsætisráðherra.
All nokkur órói hefur verið í eistneskum stjórnmálu undanfarnar vikur, en þessi breyting þykir sveigja ríkisstjórnina verulega til vinstri.
Miðflokkurinn sækir fylgi sitt ekki síst til rússnesku mælandi minnihlutans í Eistlandi, en tengsl hans við flokk Pútins, hafa í gegnum tíðina valdið mörgum Eistlendingum áhyggjum. Þau tengsl þykja þó hafa dofnað með kjöri Ratas sem formanns.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.