1.11.2016 | 12:55
Kaup, kjör og kjararáð
Það er eðlilegt að mikið sé rætt um ákvarðanir kjararáðs. Það má eiginlega segja að þessi hækkun hafi legið í loftinu, allar götur síðan laun embættismanna var tilkynnt. Það segir sig eiginlega sjálft.
Hvenær hækkunin er svo tilkynnt er ekki tilviljun, enda lang eðlilegast tíminn til að tilkynna slíka hækkun, þ.e.s.a. þegar þing er ekki starfandi.
Ég get alveg tekið undir að hækkunin er mikil og þar af leiðandi umdeilanleg. Að þingararkaup hækki um 338 þúsund á mánuði er gríðarhækkun.
Ef vilji er fyrir hendi hlýtur Alþingi að geta breytt þessari ákvörðun.
En það eru eins og oft fleiri en ein hlið á öllum málum.
Við hljótum að vilja að laun alþingismanna og ráðherra séu það góð að eftirsóknarvert sé fyrir reynsluríkt og velmenntað fólk að setjast á Alþingi.
Alþingismenn hafa í líklega haft laun sem eru ekki ósvipuð og margir sveitarstjórar, lægri en margir bæjarstjórar hafa ef ég hef skilið rétt.
Og þó að ég taki hatt minn ofan fyrir Degi B., að tilkynna að þessi hækkun muni ekki taka gildi hjá Borginni, finnst mér stór spurning að borgarstjóri (almennt, ekki tengt persónunni) eigi skilið að vera með sömu laun og forsætisráðherra.
Er þar ef til vill komin ein skýring á því að margir stjórnendur sveitarfélaga sækjast síður í þingmennsku en oft var áður?
Það þarf einnig að velta fyrir sér öðrum launagreiðslum. Almenningur velur sér þingmenn og borgar þeim eðlilega laun.
En almenningur velur ekki formenn flokka. Því er óeðlilegt að almenningur greiði formönnum flokka launauppbót ef þeir eru ekki ráðherrar. Þetta er einfaldlega mál flokkanna.
Slíkt á alls ekki rétt á sér.
Þegar litið er til launakjara þingmanna og ráðherra togast á ýmis sjónarmið. Launin eiga að vera góð(um það eru líklega flestir sammála), en það er vissulega teygjanlegt hugtak. Ég man hins vegar varla eftir því að laun þingmanna hafi hækkað, án þess að stórum hópi þyki það "svívirða".
Em það er að mínu mati fyllilega ástæða til að fram fari heildarendurskoðun á launakjörum þingmanna, en ekki síður á hinum "pólítíska rekstri" hins opinbera.
Persónulega vildi ég t.d. sjá mikinn niðurskurð, eða niðurfellingu á ríkisstyrkjum til flokkanna, en þar eins og í mörgu öðru veit ég að eru skiptar skoðanir.
Segir hækkanirnar algjört rugl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:20 | Facebook
Athugasemdir
Dagur "hann og aðrir borgarfulltrúar Reykjavíkur muni færa laun sín niður einhliða" - því mun ég ekki trúa fyrr en ég fæ að sjá launaseðilinn hans
Greiðandi (IP-tala skráð) 1.11.2016 kl. 13:20
@Greiðandi Þakka þér fyrir þetta. Ég hef enga trú á öðru en að borgarstjórn standi við þetta, þó að vissulega megi segja að ákvörðunin um það sé ekki Dags að taka. En meirihlutinn mun án efa bakka þetta upp.
Það er enda ekki seinna vænna fyrir Samfylkingarmenn að sýna að þeir standi með "alþýðunni".
En eins og ég sagði í pistlinum, set ég stórt spurningamerki við að borgarstjóri eigi að vera jafnoki forsætisráðherra í launum.
Mér finnst það í raun ekki rökrétt, ef að við viljum hafa einhverja "goggunaröð".
En það er sjálfsagt að ræða um laun "starfsmanna fólksins". Eðli málsins samkvæmt eru þau greidd á forsendum "jafnaðarmennskunnar", þ.e.a.s. að þeir sem standa sig vel, fá ekkert meira en þeir sem eru slugsar. Það fellst í eðli starfsins.
G. Tómas Gunnarsson, 1.11.2016 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.