27.9.2016 | 11:12
Undarleg staðreyndavakt
Það er mikið í tísku að standa svokallaða staðreyndavakt, enda gerir internetið það mun auðveldara en oftast áður. Eins og stundum er sagt gleymir það engu og hægt er að finna "staðreyndir" á augabragði.
Reyndar finnst mér þær "staðreyndir" sem hér eru taldar upp flestar skipta ákaflega litlu máli og ég leyfi mér að draga í efa að nema hörðustu fylgismönnum finnist svo.
En það verður ekki fram hjá því litið, að vissulega er æskilegt að stjórnmálamenn (sem og aðrir) umgangist sannleikann af virðingu.
En það er ein "staðreyndin" sem birtist þarna sem vefst mikið fyrir mér og ég get séð betur en að hún sé röng, þ.e.a.s. ef minni mitt svíkur mig ekki alfarið.
Það er fullyrðingin: "Hið rétta er að Ríki íslams á rætur sínar að rekja til hryðjuverkasamtakanna Al-Kaída í Írak, sem sunní-múslimar stofnuðu þar í landi árið 2004 eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak."
Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að Al Qaeda samtökin hafi verið stofnuð ca. árið 1988, af Osama Bin-Laden. Ég hef meira að segja staðið í þeirri meiningu að þau hafi skipulagt og borið (í það minnsta mesta) ábyrgðina á árásinni á World Trade Center, þann 11.september 2001.
Það er reyndar rétt að taka það fram að mbl.is gerir ekkert annað en að þýða frétt ABC sjónvarpsstöðvarinnar sem heldur því nákvæmlega sama fram.
En þetta breytir því ekki að Trump fer með rangt mál í þessu tilfelli, en það tel ég að skipti í raun ákaflega litlu máli. Ég hef ekki trú á því að margir áhorfendur hafi litið svo á að Trump væri að halda því fram að Clinton hafi verið að berjast við ISIL frá 18 ára aldri.
En svo að búið sé til nýtt máltæki úr gömlu, hver á að staðreyndatékka staðreyndatékkarana.
Ef til vill er ekki vanþörf þar á.
Staðhæfingar Trumps hraktar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Saga, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 28.9.2016 kl. 04:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.