Fljótt á litið virðist sem kappræðurnar hafi engu breytt

Ég horfði ekki á kappræðurnar á milli Donalds og Hillary og reikna ekki með á ég geri það, enda varla það spennandi sjónvarpsefni.

En á ferðalagi mínu um netmiðla þennan morgunin, virðist meginþemað vera að á þeim miðlum sem búast má við að fylgjendur Trump séu fjölmennari, þá vann hann og svo þar sem fylgjendur Clinton venja komur sínar í meira mæli, vann hún.

Fljótt á litið má því draga þá ályktun að kappræðurnar hafi ekki breytt neinu.

Það að Clinton hafi haft betur samkvæmt CNN kemur jafn mikið á óvart og að New York Times hafi lýst yfir stuðningi við Clinton (sem kom reyndar ekki í veg fyrir að mbl.is skrifaði að hefði vakið athygli), enda hefur NYT ávallt stutt frambjóðenda Demókrata, í að minnsta kosti u.þ.b. 60 ár, eða svo. Ég held að síðasti frambjóðandi Repúblikana sem NYT hafi stutt hafi verið Eisenhower.

Svo virðist, ef marka má skoðanakannanir, að baráttan sé nokkuð jöfn, og kosningarnar geti farið á hvorn veginn sem er.

Ég viðurkenni það fúslega að mér þykir það nokkuð merkilegt, ekki síst þegar ég tek tillit til þess að stundum hefur mér þótt hegðun Trump í þá veru að hann óski einskis heitara en að tapa kosningunum.

En ef til vill stendur upp úr í mínum huga hvað báðir kostirnir eru slakir.


mbl.is Clinton hafði betur samkvæmt CNN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband