Tveir "yfirburðamenn" ræða saman

Athygli mín var vakin á því að horfa mætti á athyglisvert viðtal á vef sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar.

Eins og sá sem sendi mér hlekkinn orðaði það, þá má þar sjá tvo "yfirburðamenn" ræða saman, og eru þeir ekki í vandræðum með það að leggja almenningi línurnar.

Persónulega þá skellti ég oftar en einu sinni upp úr þegar ég horfði á "spekingana spjalla", enda voru þeir ekki í vandræðum með að kveða upp úr með hvað væri að fjölmiðlum, bæði íslenskum og erlendum, né heldur virtust þeir vera í vandræðum með að úrskurða um "grunnhyggni" almennings.

Að sjálfsögðu voru þeir ekki í vandræðum með að segja hvaða "línu" ákveðnir fjölmiðlar fylgdu, nema að sjálfsögðu sögðu þeir ekkert um hvaða "hagsmunum" sá fjölmiðill sem þeir voru staddir á fylgdi, eða hvaða "eigendahagsmunum" hann þjónaði.

Það kann ef til vill að vera best að vera ekki dómarar í eigin sök.

En ekkert var rætt um hvort að það sakaði trúverðugleika fjölmiðla að starfsfólk þeirra (eða verktakar) væru stjórnendur umræðuþátta "eina vikuna" en frambjóðendur í prófkjöri stjórnmálaflokka "hina vikuna".

Slíkar samræður enda varla á færi "yfirburðamanna".

Til slíks þurfa einstaklingar meira en yfirburði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband