13.7.2016 | 19:21
Hárskurður sósíalistanna
Það þurfa flestir á hárskurði (klippingu) að halda og ég myndi ekki halda því fram að það sé ódýrt, en þó viðurkenni að alla jafna er þeim aurum nokkuð vel varið.
Hár er höfuðprýði.
En fréttirnar af launum hárskurðarmeistara Hollande Frakklandsforseta fá mig þó til að staldra við.
Svo virðist sem að Hollande hafi látið franska ríkið borga hárskurðarmeistara sínum í rétt undir 1.400.000 á mánuði, eða tæp 10.000 euro.
Vissulega kann þetta ekki að þykja há uphæð miðað við marga aðra vitleysuna sem hínn sósíalíski forseti frakka hefur framkvæmt á valdatíma sínum, en ég hygg þó að mörgum þyki nóg um, enda um persónulega eyðslu að ræða.
Er að undra þó að traust og tiltrú á mörgum "hefðbundnum" stjórnmálamönnum fari þverrandi?
Er að undra þó að hljómur sósíalistans Hollande þyki holur?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Kjaramál | Breytt s.d. kl. 19:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.