... á meðan á Eurosvæðinu

Athygli margra hefur beinst að "Brexit" undanfarna daga, ekki með öllu óeðlilegt, enda um stór tíðindi að ræða.

En þó um stór tíðindi sé að ræða, er ekki síður margt annað sem er að gerast í Evrópusambandinu og sérstaklega Eurosvæðinu,  sem vert er að gefa gaum og sem getur haft mun alvarlegri afleiðingar.

Ekki hvað síst hið hægfara bankahrun á Ítalíu, sem sýnir að Eurokreppan hefur ekki verið leyst, þó að margir hafi gert sitt besta til að gleyma henni.

Á vefsíðu Financial Times, mátti til dæmis lesa eftirfarandi í grein eftir Martin Wolf:

The paramount example of recent failure lies inside the eurozone. That has nothing to do with the UK. The sad truth is that, far from launching a period of prosperity, the euro has delivered a lengthy period of stagnation and massive divergences in living standards. Between the first quarters of 2008 and 2016, aggregate eurozone real gross domestic product rose by a mere 0.5 per cent, while real aggregate demand fell by 2.4 per cent. This is grim enough. Even worse, between 2007 and 2016, real GDP per head is forecast to rise 11 per cent in Germany, stagnate in France and fall by 8 per cent and 11 per cent in Spain and Italy respectively.

These dire outcomes are no accident. They are the pradjustment, and of obscurantist opposition to fiscal stimulus, even at a time of negative real interest rates on long-term borrowing. Germany has done well out of the euro. Its principal partners have not. This divergence poses a big threat. No effective plan exists to end it.oduct of a misdiagnosis of the crisis as mainly fiscal, of asymmetrical macroeconomic

 

Á vefsíðu hins íslenska Fréttablaðs (visir.is) mátti svo lesa ekki svo ósvipaða fullyrðingu, í pistli eftir danska hagræðinginn Lars Christiansen:

Vandamál ítalska bankageirans hefur lítið með Brexit-kosninguna að gera. Ítalski bankageirinn er í vanda af sömu ástæðu og ítölsk ríkisfjármál eru í klandri – skortur á hagvexti.
Þannig hefur ekki orðið neinn raunverulegur bati í ítalska hagkerfinu síðan 2008. Raunar er verg landsframleiðsla núna að raunvirði næstum 10% minni en hún var í upphafi árs 2008 og það sem er jafnvel enn verra – raunvirði vergrar landsframleiðslu er núna það sama og það var fyrir 15 árum. Fimmtán ár án hagvaxtar – það er raunveruleiki ítalska hagkerfisins.
Það eru ýmsar ástæður fyrir hagvaxtarleysi Ítalíu. Ein er sú staðreynd að Ítalía er í myntbandalagi – evrusvæðinu – sem landið hefði aldrei átt að ganga í. Hin djúpa kreppa á Ítalíu krefst mikillar slökunar á peningamálastefnu – það er að segja Ítalía þarfnast mun veikari „líru“, en Ítalía hefur ekki lengur líruna og þess vegna eru peningamarkaðsskilyrðin of stíf fyrir Ítalíu.

Auk þess er Ítalía þjökuð af alvarlegum kerfisvandamálum – til dæmis stífum vinnumarkaðsreglum og neikvæðri mannfjöldaþróun. Afleiðingin er sú að útlitið er býsna dökkt hvað hagvöxt varðar.

Eurokreppan hefur aldrei verið leyst, þó að hún hafi ef till vill horfið úr sjónmáli stutta stund.

Því miður er Eurokreppan ekki aðeins óleyst, heldur er hún langt í frá eina hættan sem staðar að Evrópusambandinu.

Sjálfur Deutsche Bank er í standandi vandræðum og var nýlega útnefndur "Hættulegasti banki heims", hvað varðar kerfislega áhættu. Verðgildi hlutabréfa bankans hefur fallið u.þ.b. 50% síðastliðið ár, en ríflega 90% frá því að það náði hæstu hæðum 2007.

Það er er til vill ekki að undra að hagfræðingar bankans séu farnir að tala um að ríki Eurosvæðsins þurfi að fara að dæla fjármagni í bankakerfið.

Fjárlagahalli margra ríkja á Eurosvæðinu er yfir leyfilegu hámarki. Framkvæmdastjórnin vill sekta Spán og Portúgal (en ekki önnur ríki sem hafa brotið gegn reglunum), en þau hafa enn nokkra daga til andmæla.  Líklegast þykir þó að sektirnar verði aðeins "táknrænar", eða jafnvel "0", enda erfitt að sekta sumar þjóðir en líta fram hjá brotum annara.

Og hið hægfara bankahrun er ekki eina vandamál Ítalíu. Yfirvofandi þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrárbreyingar, gæti kallað á kosningar til þings ef þær verða felldar.  Það er ekki að undra að þjóðaratkvæðagreiðslur eru ekki hátt skrifaðar hjá embættismönnum "Sambandsins".

5 stjörnu hreyfing Beppo Grillo gæti komist til valda ef til nýrra kosninga kæmi (góður sigur þeirra í borgarstjórnarkosningum í Róm gefur þeim byr í seglin), og það gæti jafnvel þýtt enn fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur, jafnvel um euroið.

Stjórnarkreppa ríkir á Spáni og engin veit hver verður endirinn.

Opinberar skuldir margra ríkja svæðisins hafa haldið áfram að aukast en meðaltalskuldir ríkja svæðisins, uppfylla ekki skilyrðin fyrir að tilheyra Eurosvæðinu.

Atvinnuleysi er enn í tveggja stafa tölu og skelfilega hátt á meðal ungs fólks. Grikkland er enn óleyst vandamál, þrátt fyrir "hjálp" "Sambandsins" undanfarin 6 ár.

En "Brexit" og að hreyta ónotum í Bretland er pólítískt auðveldara viðfangsefni en að kljást við þau vandamál sem eru aðkallandi fyrir Eurosvæðið.

Að fjalla um atvinnuleysi og erfiðleika, án þess að leggja fram lausnir er ekki líklegt til vinsælda.

Og lausnir á vandræðunum virðist vera nokkuð sem stjórnamálamenn svæðisins hafa ekki.

Því er ástandið eins og það er.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.economist.com/printedition/covers/2016-07-07/e-eu-la-me-na-uk

Pakkakíkir (IP-tala skráð) 14.7.2016 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband