12.7.2016 | 15:18
Þvingaðar nafngiftir?
Ég vil byrja á því að segja að ég er mikill aðdáandi íslenskrar nafnahefðar og því að börn séu kennd við föður sinn eða móður.
Þess vegna eru bæði börnin mín Tómasarbörn og hafa að auki góð og gild klassísk nöfn.
Mér þykir föðurnafnahefðin það góð, að þó að okkur (mér og konunni minni) hefði verið nokkuð í sjálfvald sett hvernig við ákváðum að haga málum.
Þó hefur drengurinn minn eitt,eða tvö nöfn sem má draga í efa að hlotið hefðu samþykki mannanafnanefndar og dóttir mín hefur fjögur eiginnöfn, þar af eitt sem líklega hefði ekki hlotið samþykki.
Þar sem bæði börnin eru fædd utan Íslands, voru nafngiftir ekkert vandamál, einfaldlega var hakað í þar til gerða kassa að börnin bæru ekki sama "eftirnafn" og foreldrarnir.
Sömuleiðis hvarflaði aldrei að okkur hjónum að konan mín yrði "Gunnarsson", í eyrum okkar beggja hljómaði það hjákátlega.
Allt þetta var sjálfsagt vegna þess að við bjuggum ekki á Íslandi, heldur í landi þar sem litið er á nafngiftir og "fjölskyldunöfn" sem ákvarðanir viðkomandi fjölskyldu.
Og þannig tel ég að það eigi að vera.
Jafn mikill aðdáandi hins "íslenska kerfis" og ég er, hef ég engan áhuga á því að neyða aðra til þess að fylgja því.
Þó að ég sé áfram um varðveislu þess hef ég engan áhuga á því að neyða því upp á aðra, ekki einu sinni börnin mín. Vilji þau í fyllingu tímans taka upp "eftirnöfn", eða nefna börn sín einhverri endaleysu, þá mun ég líklega reyna að telja þeim hughvarf, ef einhver lífskraftur verður í mér, en ég geri mér grein fyrir því að þeirra er valið og þannig á það að vera, hvort sem þau munu búa á Íslandi eða annars staðar.
Það væri mikil eftirsjá af íslensku nafnahefðinni, ef hún myndi leggjast af. Sömuleiðis er það leiðinlegt að heyra um afkáraleg nöfn.
En ef íslendingar vilja almennt ekki fylgja hefðinni, þá verður sú niðurstaðan. En það er lang eðilegast að að sú ákvörðun verði tekin af einstaklingum og foreldrum.
Það er engin ástæða til að neyða nafngiftum upp á einn né neinn.
Það er að mínu mati einn af þeim "stöðum" sem ríkisvaldið á ekkert erindi.
Þess vegna er hið nýja frumvarp mikil framför.
Efins um nýtt mannanafnafrumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Vinir og fjölskylda, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.