Slakur "sigur" verðandi forseta

Persónulega tel ég að Guðni Jóhannesson eigi góða möguleika á því að verða forseti allra íslendinga. En þessi könnun sýnir að hann kann að þurfa að leggja sig allan fram þar um. Sem hann vonandi gerir.

Að hann hafi aðeins 52% stuðning í "kosningu" á milli tveggja efstu framjóðenda, eftir að hafa unnið kosningu um embættið sýnir að mínu mati í raun verulega veika stöðu.

Því í slíkri könnun hefur sá sem hefur þegar sigrað, að mínu mati,  all nokkuð forskot, ekki síður en sitjandi forseti.

Það má í raun draga í efa að þegar litið er til fylgishreyfinga og þess að sigurvegari er líklegur til að hafa forskot að verðandi forseti hefði unnið slíka kosningu, hefði hún farið fram.

Það er einnig athyglisvert að all nokkur pólísk skipting virðist vera í stuðningi við verðandi forseta.

Það er því ýmislegt sem bendir til þess að að verðandi forseti eigi all nokkurt starf fyrir höndum, vilji hann sameina þjóðina að baki sér.

 

 

 


mbl.is 52% myndu kjósa Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

er sigurinn ekki bara að losna við 'bullarann' sem núna kallast forseti

Rafn Guðmundsson, 8.7.2016 kl. 23:29

2 Smámynd: Már Elíson

...en sigur samt. Ekki þetta ergelsi. - Þetta er búið hjá ykkur hinum sem klikkuðu á þessu að greina ekki rétt frá röngu þegar það er augljóst.

Már Elíson, 9.7.2016 kl. 20:29

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Rafn. Persónulega lít ég ekki svo á að neinn sigur hafi verið fólgin í því einu að skipta um forseta.  Fráfarandi forseti hafði að flestu leyti staðið sig ágætlega.

Ég hef aldrei talist mikill stuðningsmaður hans, en hann á hrós skilið fyrir margt, en vissulega ekki allt sem hann tók sér fyrir hendur eða kom að.

En ég hef aldrei verið gefinn fyrir að "skipta" bara til að "skipta".

@Már Þakka þér fyrir þetta. Ég er hvorki svekktur ná argur. Hafði ekki sterkar skoðanir um hver ætti að verða forseti og greiddi ekki atkvæði þar um (hafði ekki rétt til þess).

En eins og ég sagði í upphafspistlinum, þá má draga í efa miðað við þróun kjörfylgis (út frá skoðanakönnunum sem þessari) og svo því forskoti sem ætla má (ekki fullyrða) að nýbakaður sigurverari hafi, að verðandi forseti hefði haft sigur í annari umferð, hefði slíkt verið viðhaft.

Það er nokkuð sem er vel tilhlýðilegt að velta fyrir sér, en breytir engu í stóra samhenginu, enda lögin ekki á þann veg.

G. Tómas Gunnarsson, 10.7.2016 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband