10.7.2016 | 15:04
Er rökrétt að líta svo á að útganga breta úr "Sambandinu" sé kapphlaup?
Mikið hefur verið rætt og skrifað um þjóðaratkvæðagreiðsluna í Bretlandi og þá ákvörðun sem þar fékkst, að Bretland skyldi segja sig úr Evrópusambandinu.
Ýmsir hafa furðað sig á því að þeir sem vildu úrsögn hafi verið illa undirbúnir fyrir sigurinn og hiki nú þegar á ríði að knýja fram úrsögn.
Þetta er auðvitað alrangt, en kann vissulega að hljóma vel í eyrum þeirra sem eru svekktir með úrslitin.
Sannleikurinn er auðvitað sá, að í raun var ekki verið að kjósa um ríkisstjórn, eða forsætisráðherra í Bretlandi. Reyndar hafði forsætisráðherra landsins, David Cameron (sem situr enn í embætti) lýst því yfir oftar en en einu sinni að hann hyggðist ekki segja af sér, þó að svo færi að "Brexit" yrði val meirihluta kjósenda. Um að má lesa hér, hér, hér og hér.
Þó að vissulega hafi stuðningsmenn "Brexit" setið ríkisstjórn, þá voru þeir þar í minnhluta og gátu á engan hátt ráðið þar ferðinni.
Það að David Cameron hafi síðan (réttilega að mínu mati) ákveðið að segja af sér og sú staðreynd að ríkisstjórn hans hafi ef til vill ekki undirbúið "Brexit" getur því alls ekki skrifast á þá andsnúnir voru "Sambandinu". Þvert á móti verður það frekar að skrifast á "Sambandssinna", sem fram á síðustu stund voru sigurvissir, og fundu líklega enga ástæðu til að undirbúa brottför Bretlands.
Forsætisráðherra, fjármálaráðherra, utanríkisráðherra voru allir fylgjandi áframhaldandi "Sambandsaðild". Þeir töldu líklega ekki rökrétt að eyða miklum tíma eða fé í það að undirbúa "brottför", á meðan þeir börðust hart fyrir áframhaldandi aðild.
En það má líka halda því fram að á slíkt hafi í raun verið ákaflega erfitt og í raun vafasamt hvaða tilgangi slíkt hefði þjónað. Hefði breska ríkisstjórnin átt að ráða fjölda sérfræðinga í milliríkjaviðskiptasamningum, áður en atkvæðagreiðslan fór fram? Hvaða skilaboð hefði það sent?
Staðreyndin er sú að í hönd fara flóknar, erfiðar en mikilvægar samningaviðræður á milli Bretlands og Evrópusambandsins.
Það er erfitt að sjá hvaða tilgangi það þjónar að líta á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem nokkurs konar kapphlaup við tímann, nema þá til að þjóna særðu egói ýmissa embættismanna "Sambandsins".
Það er enda svo að margir þjóðarleiðtogar "Sambandsríkjanna", þar á meðal Angela Merkel, hafa tekið mun skynsamlegar á málinu, en ýmsir embættismannana.
Þeir gera sér einnig grein fyrir því að það eru bretar sem ákveða hvenær þeir segja sig úr "Sambandinu".
Það munu þeir ekki gera fyrr en þeir telja sig tilbúna í samningaviðræður, með sitt lið "skipað í raðir" og markmiðin sett. Það má sömuleiðis reikna með því að með tímanum nái skynsemin yfirhöndinni og skynsemin verði ofan í hjá Evrópusambandinu, sem á ekki síður mikið undir því en Bretland að "slitin" takist vel og samvinna og vinátta ríki áfram.
Til að setja málið í íslenskt samhengi má ef til vill nefna, að þótt að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hafi verið virk í 3. og hálft ár (þó að raunverulegar viðræður hefi staðið skemur) tókst ekki (sem betur fer) að gera Ísland að aðildarríki "Sambandsins". Í raun voru aðlögunarviðræðurnar komnar tiltölulega skammt á veg.
Í mínum huga telst að bjartsýni að ætla að takist að skilja Bretland frá Evrópusambandinu á 2. árum, og mun því aðeins takast ef beðið verður með úrsögn þangað til góðum undirbúningi er lokið.
En aðalatriðið er heldur ekki að gera slíkt á sem skemmstum tíma, heldur hitt að vandað sé til verksins og báðir aðilar gangi nokkuð sáttir frá borði.
Sakar útgöngusinna um uppgjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Fyrir ESB þá mun Bretland verða vítið til að varast frekar en fyrirmynd annarra sem gætu viljað út. Annað væri heimska og skaðlegt ESB. ESB semur ekki í tómarúmi þar sem ekki er hugsað um áhrifin á aðra sem gæla við hugmyndina um úrsögn. Góður samningur sem Bretar væru ánægðir með kemur því ekki til greina. Það verður "út og takið afleiðingunum" eða "staðfestið áframhaldandi aðild og hættið að rugga bátnum". Annað stendur Bretum ekki til boða. Annað væri til lengri tíma skaðlegt ESB. Bretlandi verður fórnað. Það er ekki að ástæðulausu að topp Brexitliðar sjást þessa dagana helst á harða hlaupum frá öllu sem tengist Brexit.
Jós.T. (IP-tala skráð) 10.7.2016 kl. 16:44
@Jós. T. Þakka þér fyrir þetta. Brexit er eins og flest annað, felur í sér mýmörg tækifæri og margar hættur. Það veltur allt á því hvernig tekið er á málum, hvernig spilast úr því, og það á við báða aðila.
Vissulega finnst mörgum "Sambandsríkissinanum" freistandi að "hegna" bretum. Þá má enda finna hvað sterkasta í embættismannakerfinu, þar sem "þörfin" fyrir að skapa tekjur er ekki sterkust.
Það er enda ekki tilviljun að hugsanirnar "on the sharp end" eru gjarna dulítið öðruvísi.
Staðreyndin er sú að Bretland þarf á viðskiptum við Evrópusambandið að halda og Evrópusambandið þarf á viðskiptum við Bretland að halda.
Viðskiptin hafa verið Evrópusambandinu (þ.e. viðskiptajöfnuður) í hag og í því árferði sem nú ríkir í "Sambandinu" og á Eurosvæðinu er erfitt fyrir svæðið að það dragi verulega úr.
Það er ekki eins og að Eurosvæðið hafi úr nægum vandamálum að spila. Ítalska bankakerfið í hægfara hruni, spurning hvort að Spánn og Portugal verði sektuð fyrir of mikinn ríkisjóðshalla, Grikkland er rjúkandi rúst eftir að hafa verið "hjálpað" af "Sambandinu" undanfarin 6 ár. Stjórnarkreppa ríkir á Spáni, erfið þjóðaratvkæðagreiðsla er framundan á Ítalíu og vaxandi óánægja er í A-Evrópu.
Meira segja "flaggskip" bankakerfis Eurosvæðisins, Deutsche Bank er alvarlega laskað og er talinn hættulegasti banki heims, hvað varðar "kerfisáhættu". Ef ég man rétt fær hann, svo dæmi sé tekið u.þ.b. 20% af tekjum sínum frá Bretlandi.
Svipað gildir að mig minnir t.d. um þýskan bílaiðnað, 1 af hverjum 5 bílum sem Þýskaland flytur út fer til Bretlands. Partaframleiðsla er orðin að miklu leyti samtvinnuð.
Enn stærri hluti frameliðslu breta fer til "Sambandslanda".
En það er líka ljóst að hvernig sem samningar takast til, verða þýskir bílar enn til sölu í Bretlandi og breskir í "Sambandinu". En það munu verða tollar. Þeir eru reyndar ekki það háir en munu samt skipta máli. En þar verður breska pundið að öllum líkindum verð tromp breta, það verður ekki yfirverðlagt líkt og hefur verið undanfarin ár og mun styðja við útflutning þeirra.
Þetta er líka spurning um hvort að "Sambandið" vill sýna að það sé raunverulega fylgjandi fríverslun, eða hvort viljinn til þess að byggja tollamúra verði ofan á.
Ekki síður er þetta spurning um hvort að "Sambandið" treysti sér til þess að sýna aðildarríkjum fram á það á jákvæðan hátt, hverjir eru kostirnar við aðild.
Eða verður meiningin fyrst og fremst að "halda hjörðinni saman" með hótunum, hefnigirni og hræðsluáróðri?
Mér sýnist það vera leiðin sem þú ert að tala fyrir.
Slíkt getur auðveldlega komið í bakið á þeim sem beitir.
G. Tómas Gunnarsson, 10.7.2016 kl. 18:07
Það sem Bretar vilja, það eina sem þeir mundu kalla góðan samning og var lofað af Brexitliðum, eru undanþágur frá reglum sambandsins, fjórfrelsinu og gjöldum án þess að missa nokkuð af því sem ESB hefur að bjóða. Það eru ekki hótanir, hefnigirni og hræðsluáróður að sjá og segja það óframkvæmanlegt. Aðgangur án allra þeirra kvaða sem aðrir verða að beygja sig undir kemur ekki til greina.
Og hvað stendur þá eftir fyrir Breta? Hver verður líklegasta niðurstaðan? Að Bretar standa áhrifalausir utan ESB með allar þær kvaðir sem ESB leggur á. Og það eina sem breytist er að rödd Bretlands þagnar innan ESB. Ekkert sem Bretar geta kallað góðan samning en það besta sem þeim stendur til boða.
Jós.T. (IP-tala skráð) 10.7.2016 kl. 19:15
@Jós. T. Þakka þér fyrir þetta. Þegar tveir aðilar semja er það gjarna svo að hvorugur fær allt sem hann óskar sér. En sameiginlegir hagsmunir ráða gjarna ferðinni.
Og í þessu tilfelli þurfa báðir aðilar að viðskiptunum að halda. Og auðvitað munu bretar missa og það mun "Sambandið" einnig gera.
Það er engin spurning í mínum huga á því að til skamms tíma verður þetta bretum erfitt, en ég hef fulla trú á því að þetta verði þeim til góðs til lengri tíma litið.
Það versta sem getur orðið, er ef báðir aðilar fara að beita aðferðum sem koma hinum aðilanum illa, burtséð frá þeim slæmu afleiðingum sem það mun hafa á þá sjálfa.
Það er enda eki tilviljun hvað mikill sáttatónn kemur frá þjóðverjum og ekki síst þýsku atvinnulífi.
Þar er skilningur á því hvað er undir.
Ég hugsa að margir innan "Sambandsins" eigi eftir að sakna raddar breta innan þess, meira en bretar sjálfir.
G. Tómas Gunnarsson, 10.7.2016 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.