Fyrir 17. árum

Ég get ekki talist gríðarlega mikill fótboltaáhugamaður.  En það er ekki hægt annað en að hrífast með stemmningunni í kringum frábæra frammistöðu íslenska landsliðsins.

Ég hef ekki komið "á völlinn" í 17. ár.

Þá einmitt sá ég íslendinga etja kappi við frakka á Stade de France.

Þá töpuðum við naumlega 3 - 2.

Mér er ennþá minnistæð þögnin sem sló á franska áhorfendur þegar Ísland jafnaði 2 - 2.

En að sitja á Stade de France innan um 80.000 áhorfendur var ógleymanlegt.

En við vonum öll að þögn muni slá á franska áhorfendur í kvöld - oft.

Áfram Ísland.

 

 

 

 


mbl.is Ísland er úr leik á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband