Lög hljóta að gilda

Það er gott og þarft að rætt sé um hver eigi að vera stefna Íslands hvað varðar innflytjendur, flóttamenn og hælisleitendur.

Í þeim efnum, sem mörgum öðrum, eru uppi mismunandi skoðanir, áherslur og meiningar.  Það er eðlilegt, en í þessu málefni sem öðrum er eðlilegt og gefst best að lög ráði.

Hvort að lögunum eigi að breyta, eða Ísland að taka á móti fleiri innflytjendum, flóttamönnum eða hælisleitendum er svo önnur saga.

Það er rétt að hafa í huga að Ísland tekur þegar á móti miklum fjölda innflytjenda.  Árið 2015 voru innflytjendur á Íslandi rétt tæp 5000. Það er hátt hlutfall miðað við íbúafjölda.

Og af því að komandi forseti nefnir Kanada er rétt að hafa í huga að í Kanada gilda afar strangar reglur um innflytjendur, og þeim er framfylgt af þó nokkurri hörku.

Kanada tekur að jafnaði við 250 til 300 þúsund innflytjendum ár hvert.  Það er lægra hlutfall miðað við íbúafjölda en þeir 5000 innflytjendur sem komu til Íslands árið 2015.

Og Kanada sendir úr landi á milli 10 0og 20.000 ólöglega innflytjendur ár hvert (nokkuð misjafnt eftir árum).

Munurinn á milli landanna hvað varðar stefnu í innflytjendamálum, er líklega ekki hvað síst sá að Kanada "velur" alla sína innflytjendur, þar sem þegnar engrar þjóðar eiga sjálfkrafa rétt því að flytja til Kanada til þess að búa þar og starfa.

Alla jafna heyrist mér Kanadabúar vera nokkuð sáttir við innflytjendastefnu landsins, þó að misjafnar skoðanir heyrist um hver fjöldinn ætti að vera.  Fáir ef nokkrir vilja loka fyrir innflytjendur, og sömuleiðis fáir sem vilja "opna" landamærin.

Sömuleiðis heyrist mér flestir vera sáttir við að almennt sé tekið hart á ólöglegum innflytjendum, því þeim finnst að innflytjendur eigi að fara eftir settum reglum og lögum, og ekki eigi að gefa þeim sem "smygla" sér fram hjá röðinni forgang.

Og það er ef til vill mergurinn málsin.

Lög hljóta að gilda, og eiga að gilda.

Það er sjálfsagt að ræða hvort breyta þurfi lögunum (sem verður þá gert á Alþingi) og/eða verkferlum.

Persónulega tel ég að íslensk stjórnvöld hafi staðið nokkuð vel að móttöku flóttmanna, þó vissulega megi deila um hvort að þeir hafi mátt vera fleiri.

En að mínu mati er mun rökréttara að bjóða fleirum að koma úr flóttamannabúðum, en gefa forgang þeim sem koma til landsins með vafasömum eða ólöglegum hætti, oft í raun á leiðinni annað þegar þeir eru staðnir að lögbrotum.

 


mbl.is Auðvelt að mála fjandann á vegginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Gæfa okkar Íslendinga er að eiga stórt og gjöfult land sem áar okkar gáfu okkur til varðveislu til afkomenda og þar með  er það ekkert sjálfsagt að öllum veitist  réttur til að éta þar af.  

Hrólfur Þ Hraundal, 4.7.2016 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband