Þegar þjóðaratkvæðagreiðslur skila ekki tilætlaðri niðurstöðu

Það er alveg rétt að þjóðaratkvæðageiðslur geta verið tvíbenntar og skapað klofning sem erfitt er að ráða við.

Það er enda að mínu mati áríðandi að opna ekki á að kallað verði á þjóðaratkvæðagreiðslur í sífellu, heldur á "þröskuldurinn" að vera nokkuð hár, og að mínu mati mun hærri en oft er talað um á Íslandi, þegar rætt er um breytingar á stjórnarskránni.

En það er skrýtið að heyra einn helsta talsmann "Sambandsaðildar" íslendinga segja að lýðræði snúist ekki eingöngu um að ná einu sinni meirihluta kjósenda.  En það er nákvæmlega þannig sem til dæmis "Sambandsaðild" hefur verið ákveðin í mörgum löndum.

Ef ég man rétt var "Sambandsaðild" Svíþjóðar samþykkt með á milli 52. og 53. prósenta atkvæða.

Skyldi Árni Páll líta svo að að það hafi ekki verið fullnægjandi og rétt væri að Svíum að fara að huga að því að greiða atkævði aftur? 

Eða var innganga svía ekki lýðræðisleg?

Maastricht sáttmálinn var samþykktur í Frakklandi með rétt ríflega 51% af þeim sem greiddu atkvæði, sem var rétt um 70% þeirra sem voru á kjörskrá.

Það kann að vera erfitt hlutskipti að vera í naumum minnihluta, og þurfa að sætta sig við að meirihlutinn ráði.  Það er einmitt þess vegna sem það er mikilvægt að gefa einstaklingum, eins mikil yfirráð og kostur er yfir sjálfum sér og sínu lífi.

En það koma þó alltaf tilvik sem útheimta að einfaldur meirihluti ráði, hjá því verður ekki komist í lýðræðissamfélögum.

En það er líka merkilegt að fylgjast með þeim sem á "hátíðarstundum" tala fjálglega um beint lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur, telja þær óþarfar þegar þær skila ekki "tilætlaðri" niðurstöðu.

 

 

 

 

 


mbl.is Breska þjóðaratkvæðið „furðuflipp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband