Viðreisn Samfylkingarinnar?

Þótt að all nokkuð hafi verið rætt um að möguleikar væru á að hugsanlega væru nokkrar líkur á því að stofnaður yrði nýr stjórnmálflokkur undir nafninu Viðreisn, virðist það hafa farið fram hjá meirihluta íslendinga.

Þó hafa þeir sem áhuga hafa á slíkri hugsanlegri stofnun átt tölfræðilega ótrúlega gott aðgengi að fjölmiðlum.

En samkvæmt könnun sem Gallup vann fyrir Viðskiptablaðið, þá hefur kannast ríflega 60% aðspurðra ekkert við Viðreisn.

Ríflega 4% aðspurðra segja það komi sterklega til greina að kjósa Viðreisn, og tæp 7% segja það ef til vill koma til greina.

Þeim okkar sem þó hafa heyrt af Viðreisn, og hafa lesið fréttir um helstu baráttumál, kemur það ekki á óvart að Viðreisn nýtur helst stuðnings á meðal stuðningsmanna Samfylkingarinnar.

Af stuðningsfólki Samfylkingarinnar segja 14% af það komi ef til vill til greina að kjósa Viðreisn, en önnur sex % segja að það komi sterklega til greina. Vandamálið fyrir Viðreisn er auðvitað að 14 og 6% af litlu er mjög lítið. Það þarf engan tölfræðing til að reikna það út.

3% af stuðningsfólki Sjálfstæðisflokksins segja það komi sterklega til greina að kjósa Viðreisn og 6% segja að það kæmi ef til vill til greina.

Sagt er í fréttinni að stuðningur við Viðreisn mælist vart hjá stuðningsfólki Vinstri grænna og Framsóknar. Ekki er minnst á Pírata.

Hvort að enn einn smáflokkurinn sé svo það sem vantar í íslenska flokkaflóru er vitanlega smekksatriði.

En samkvæmt þessari könnun er ekki mikil (Við)reisn yfir þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Við getum skoðað sögu þessara "óánægjuframboða" í gegnum tíðina.  Reynslan hefur sýnt að yfirleitt verður þeim lítið ágengt og endirinn er yfirleitt sá að forsvarsmenn þessara framboða fara aftur "heim" með skottið á milli lappanna.

Jóhann Elíasson, 18.12.2015 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband