15.12.2015 | 08:32
Fer Katrín Jakobsdóttir fram með Bjarta framtíð að baki sér?
Það þarf í sjálfu sér ekki að koma neinum á óvart að flokkar sem flestar skoðanakannair benda til að hverfi af þingi í næstu kosningum vilji ólmir spyrða sig við aðra flokka og þá ekki síst þá sem njóta heldur meiri vinsælda.
Og þannig hefur reyndar saga vinstri flokka á Íslandi verið, nokkuð reglulega á sér stað klofningur og svo aftur sameiningar.
Það má vissulega segja að það væri ekki órökrétt að Samfylking, Vinstri græn og Björt framtíð sameinuðust, en ég leyfi mér að efast um að það myndi breyta miklu fyrir gæfu þessara flokka.
Katrín Jakobsdóttir er vinsæll stjórnmálamaður, en flokkur hennar nær ekki flugi. Ég held að þó að hún bætti Samfylkingu og Bjartri framtíð að baki sér myndi það ekki skila sér í meira fylgi, en vissulega má segja að það gæti nýst betur.
Þar yrði "þröng á þingi" við að manna framboðslistana og enn hættara við því að endurnýjun yrði lítil.
Helsta breytingin er svo að lagt er til að almenningur geti "kosið" sér utanþingsráðherra. Líklega er þeim ætla að hífa upp kjörþokka "samkrullsins".
En það jákvæða við þessa tillögu er að flokkum myndi fækka, það er þó alltaf eitthvað.
Vill að Katrín leiði utanþingsstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.