14.12.2015 | 09:26
Landið sem Evrópusambandsþingið vildi að yrði aðili að Schengen 2011
Evrópusambandsþingið samþykkti árið 2011 að Búlgaría og Rúmenia uppfylltu öll skilyrði til þess að verða fullir aðilar að Schengen samkomulaginu.
Þá mætti lesa eftirfarandi á heimasíðu þingsins:
After considering progress reports on the two Member States and the findings of expert follow-up teams, MEPs concluded that although some remaining issues will require regular reporting and further attention in the future, they do not constitute an obstacle to full Schengen membership for Bulgaria and Romania.
"We are in a position to welcome Bulgaria and Romania into the Schengen area and I hope that the Council will adopt the same position as soon as they receive our positive opinion. (...) Their citizens should be regarded as fully European citizens, and should not be hostages of populist discourse", said rapporteur Carlos Coelho (EPP, PT).
Ennfremur fullyrðingar sem virka hálf kjánalegar í dag:
"Schengen is one of the biggest achievements of the EU. We must not destroy it with rash decisions. The Schengen system is providing the highest standards of border management. Romania and Bulgaria are meeting these standards today - hence, we must not delay their integration. I call on the Council to follow the recommendations of the vote expressed today by the large majority of the European Parliament", said EP President Jerzy Buzek.
En þetta var árið 2011.
Sem betur fer fundust þó skynsamari raddir innan "Sambandsins" og aðild Búlgariu og Rúmenia var frestað og hefur verið "frestað" æ síðan.
Ef marka má fréttina sem þessi færsla er hengd við, hefur lítið breyst, í það minnsta í Búlgaríu, en spilling þar hefur verið mikil.
Það er því næsta víst að Schengen aðild verði frestað enn um sinn, þó að löndin þrýsti ákaft á um aðild. Telja hana nauðsynlega fyrir sig og fyrir Schengen svæðið.
En svo er einnig vafi á því hvort að Schengen svæðið lifi mikið lengur í óbreyttri mynd.
Tollverðir handteknir og landamærum lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Góður punktur.
Hlutdrægni fréttamanna getur einmitt falist í af hverju þeir segja ekki fréttir og hvað þeir segja ekki.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 14.12.2015 kl. 16:08
@Bjarni Gunnlaugur Þakka þér fyrir þetta. Ég hef þó á tilfinningunni að þú hafir ætlað að setja þessa athugsemd við aðra færslu, en það skiptir þó ekki meginmáli.
En við veljum og höfnum allan liðlangan daginn og það gerir frétta- og fjölmiðlafólk auðvitað sömuleiðis.
Og þegar allar fréttir eiga og þurfa að vera "stuttar", þá verður að "vinsa" meira úr.
Svo eru fyrirsagnirnar annar kapítuli í sömu sögu.
G. Tómas Gunnarsson, 14.12.2015 kl. 18:36
Það er rétt, ég ætlaði þessari athugasemd að koma við pistilinn "Öfga vinstriskríll".
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.12.2015 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.