Er Sósíalistaflokkurinn stærsti flokkur Frakklands? Eða eiga íslenskir fjölmiðlar við vanda að stríða?

Ég verð að viðurkenna það á mig að vera það sem oft er kallað "fréttafíkill". Ég þvælist um netið og les fréttir hér og þar og nýt þess að sjá mismunandi sjónarhorn.

Og íslensku vefmiðlarnir eru alltaf með í rúntinum. Þar má oft finna eitthvað sem mér þykir áhugavert, en að öðrum ólöstuðum þykir mér mbl.is hafa þar staðið upp úr.

Þó hefur mér heldur þótt halla undan fæti, hjá íslensku miðlunum.

Ágætis dæmi er umfjöllun um frönsku héraðskosningarnar í dag.

Mér finnst kosningarnar nokkuð áhugaverðar og hef lesið umfjallanir um þær víða.  Það vakti því athygli mína þegar mátti lesa á mbl.is í morgun (sjá viðhengda frétt) að samanlagt væri Þjóðfylkingin og Lýðveldisflokkurinn (Les Républicains) með 30% fylgi í skoðanakönnunum og síðan kæmi Sósíalistaflokkurinn með 22%. Af því hefði mátt skilja, að annaðhvort væri um að ræða sameiginlegt framboð Þjóðfylkingarinnar og Lýðveldisflokksins, eða að Sósíalistaflokkurinn væri stærsti flokkur Frakklands með 22% atkvæða.

Hvorugt er þó rétt, heldur hafa Þjóðfylkingin og Lýðveldisflokkurinn sitthvor 30% í skoðanakönnunum. Flokkarnir tveir berjast um forystuna og ef ég hef skilið rétt hefur Þjóðfylkingin betur víða í hinum "dreifðari byggðum, en Lýðveldisflokkurinn í þéttbýlinu. 

French election mogginn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

French Election Visir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En fréttin er frekar illa unnin og má segja að setningin "Talið er að báðir flokk­ar muni sigra í meiri­hluta héraða.", gefi tóninn.

En hafi ég verið hissa á því að sjá framsetninguna á mbl.is, varð undrunin margföld þegar ég sá sömu "þýðingarvilluna" endurtekna á Vísi, síðar í dag.

Báðar fréttirnar vísa i sömu fréttina á vef BBC, en hvorugum miðlinum tekst að koma upplýsingunum rétt frá sér.

Þó að varasamt sé að fullyrða um mál sem þetta, verð ég að segja að ég hef það á tilfinningunni að ekki sé um tilviljun að ræða, að sama villan sé í báðum miðlum.

En í hvorugu tilfellinu getur fréttin talist miðlunum til sóma.


mbl.is Þjóðfylkingin býst við sigrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Merkileg uppljóstrun, Tómas, um algeran klaufaskap í fréttarvinnslu (og eftirhermu Vísis.is!). Nú verð ég, sem hafði byggt á Mbl.is-fréttinni, að leiðrétta mína nýjustu blogggrein (neðst) vegna þessa!

Jón Valur Jensson, 6.12.2015 kl. 20:32

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að benda á þetta, Tómas.

Wilhelm Emilsson, 7.12.2015 kl. 04:03

3 identicon

Le Pen frænkur unnu.

GB (IP-tala skráð) 7.12.2015 kl. 09:05

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Valur Þakka þér fyrir þetta.  Því miður finnst mér álíka klaufskapur færast í vöxt. Sömuleiðis hef ég oft áður fengið "copy/paste" á milli fjölmiðla á tilfinninguna, en líklega aldrei eins og þarna. Það er einfaldlega of ótrúlegt að tveir fjölmiðlamenn geri slík stór mistök.

@Vilhelm Þakka þér fyrir þetta. Það er lítið að þakka, í raun ætti hver og einn að gera meira af þessu, ef tekið er eftir slíku, en oftast "nenni" ég því ekki.

En þetta fannst mér of sláandi til að láta það fara "framhjá".

@GB Þakka þér fyrir þetta.  Þjóðfylkingin með þær Le Pen frænkur í broddi fylkingar, kom vissulega sterkt út í þessari fyrri umferð. Og flokkurinn kemur til með að styrkja sig mikið, en alls ekki er útséð með að hann vinni kosningarnar, þó að hann muni vinna sigur.

Sósíalistaflokkurinn hefur þegar gefið það út að hann muni ekki bjóða fram í 3 héruðum, til þess að freista þess að Lýðveldisflokkurinn hafi sigur.

Það verður fróðlegt að fylgjast með seinni umferðinni um næstu helgi.

En sterk staða Þjóðfylkingarinnar á eftir að hrista upp í frönskum stjórnmálum, og veitir ekki af.

En ég er þó ekki þeirrar skoðunar að Þjóðfylkingin sé það sem Frakkladn þarnast nú.

En "gömlu flokkarnir" eru einfaldlega ekki að leysa málin.

G. Tómas Gunnarsson, 7.12.2015 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband