Landamæralögregla "Sambandsins" er eðlilegt skref

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Evrópusambandið hyggist koma sér upp eigin landamæralögreglu og strandgæslu.

Það verður að teljast ákaflega eðlilegt næsta skref, enda ljóst að einstök ríki innan  "Sambandsins" ráða einfaldlega ekki við verkefnið. Það er enda augljóst að þunginn dreifist mjög misjafnlega á milli ríkja.

Í þessu eins og mörgu öðru gildir hið forkveðna, að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn.

Og veiku hlekkirnir í Evrópusambandinu eru of margir og of veikir. Það er rokið af stað, án þess að undirbúningur sé nægur og stoðir eru of veikar. Þetta á ekki eingöngu við Schengen samkomulagið. Síðan þarf að reyna að bjarga málum þegar í óefni er komið.

Þó má þakka fyrir að sú ákvörðun Evrópusambandsþingsins að Rúmenía og Búlgaríu fengju aðild að Schengen var "frestað".

Ónefndur embættismaður innan "Sambandsins" lét hafa eftir sér við það tækifæri að það væri meiningarlítið að styrkja búlgari til þess að kaupa "gámaskanna" og önnur tól, ef það kostaði ekki nema 50 til 100 euro að sleppa við að fara í gegnum þau.

Í raun mætti líklega segja að ef koma ætti málum í gott horf, þyrfti löggæsla á ytri landamærum að vera skipuð ca. 50/50 af heimamönnum og "róterandi" sameiginlegu löggæsluliði.

Þannig mætti líklega ná völdum á vandamálinu.

Sameiginleg strandgæslu er sömuleiðis löngu tímabær, enda má segja að sú staðreynd hvað hún hefur verið slök (og stefnulaus) sé á meðal orsaka núverandi vandamála.

En það er auðvitað full þörf á því að ræða stöðu Íslands innan Schengen, og hvort að vera þar sé landinu til hagsbóta.

Eyland nýtur ekki nema að mjög takmörkuðu leiti kosta þess, og verður að sama skapi minna vart við gallana. Þó er líklegt að vandamálum, vegna þess hve innkoma á Schengen svæðið hefur verið auðveld, hafi fjölgað á Íslandi.

Ýmsir velta því svo sjálfsagt fyrir sér hvort að Ísland gæti þolað að erlend löggæsla tæki yfir að hluta gæslu landamæra.

Í sjálfu sér væri slíkur samningur ekki óeðlilegri en til dæmis samningur um varnir landsins sem hefur verið í gildi lengi. Þannig má segja að ákveðnum öryggismálum hafi verið útvistað um langa hríð.

En það er full ástæða til þess að meta hvort að Schengen samstarfið sé að nálgast leiðarlok hvað varðar Ísland og vissulega fleiri ríki.

 

 

 


mbl.is Tekur ESB yfir landamæri Íslands?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér virðist eins og enginn íslenzkur embættismaður hafi haft kjark til að sjá lengra en nefið á sér þegar Schengen samkomulagið var undirritað af hálfu Íslands árið 1999 og enginn þeirra spurði hvað myndi gerast ef varzla ytri landamæra brygðist. Þó efast ég um að samninganefndin hefði fengið þetta hreinskilna svar: "Ja, þá tekur sambandið yfir íslenzka landamæravörzlu á Keflavíkurflugvelli og Seyðisfirði í trássi við íslenzku stjórnarskrána".

Pétur D. (IP-tala skráð) 12.12.2015 kl. 13:12

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Pétur D. Þakka þér fyrir þetta. Því miður er þetta nokkuð algengt með samninga. Hver velti því fyrir sér hvert EEA/EES samningurinn myndi þróast árið 1991? Þá fullyrti Jón Baldvin og fleiri að íslendingar "fengju allt fyrir ekkert". Annað hefur svo sannarlega komið á daginn.

Það sama er upp á tengingnum með aðlögunarviðræðurnar sem voru við "Sambandið". Fæstir, og enginn "Sambandssinni" hafði vilja á að ræða hvert "Sambandið" væri að stefna og hvað aðildin myndi líklega fela í sér í framtíðinni.

En hins vegar getur það alveg gengið að Ísland semji um að erlendir aðilar sinni hluta af landamæravörslu.

En ef hins vegar slíkar breytingar eins og eru ræddar í fréttinni eru settar fram einhliða og án viðræðna, myndi ég ekki geta litið á það sem nokkuð annar en uppsögn Schengen samkomulagsins.

Það ættu íslendingar einnig að gera.

G. Tómas Gunnarsson, 12.12.2015 kl. 16:54

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er hið eðlilegasta mál að Evrópusambandið komi sér upp landamæra vörslu og raunar stór undarlegt að þessum ofur gáfuðu Evrópumönnum skuli ekki hafa komið sú hugmynd firr. 

En ég sem íslendingur hef þó lítinn hug til að vera þar með í leik, með svona sein huga leti hjörð sem ekki nennir að hugsa sjálfstætt.

Hrólfur Þ Hraundal, 12.12.2015 kl. 17:00

4 Smámynd: Elle_

Já ég er sammála Hrólfi að það væri eðlileg landamæravarsla.  Fyrir lönd innan sambandsins.  En við erum ekki í þessu sambandi og ættum ekki vera með þeim.  Við ættum að fara úr Schengen strax.

Elle_, 12.12.2015 kl. 17:28

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Hrólfur Þakka þér fyrir þetta. Schengen eins og margar aðrar stoðir "Sambandsins" voru byggðar fyrir "gott veður", ef svo má að orði komast. Um leið og reyndi á, kom í ljós að upp og undirbyggingin stóðst engar kröfur og hrikti í.

Það hriktir enda víða í "Sambandinu" á þeim viðsjárverðu tímum sem nú ríkja og jafnvel hægt að segja að eldar brenni.

Það er fyllilega tímabært fyrir íslendinga að endurskoða og fara yfir allt sem viðurkemur Schengen samkomulaginu, og hvort að það sé þess virði að halda því áfram.

Ég get ekki séð annað en að ávinningurinn sé nokkuð óljós. Hversu erfiðara er það til dæmis fyrir íslendinga að ferðast til Bretlands, frekar en t.d. Hollands eða Þýskalands? Flugvélarnar sem fara frá Íslandi til Bretlands eru býsna margar á hverjum degi.

En það er sjálfsagt að meta það.

@Elle Þakka þér fyrir þetta. Það þarf að skoða ávinninginn af Schengen og vega á móti kostnaðinum og göllunum.

En að óbreyttu verður Schengen samstarfið í raun varla til.

G. Tómas Gunnarsson, 12.12.2015 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband