Fasismi "góða fólksins"? Er ráðherrra Framsóknarflokksins að leggja til skerðingu á tjáningarfrelsi íslendinga?

Í stjórnarskrá Íslands stendur skrifað:  

73. gr. [Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
  Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.]1)

Ef marka má fréttina er ráðherra Framsóknarflokksins, Eygló Harðardóttir að leggja til að þessi réttur íslendinga verði skertur, hún virðist telja nauðsynlegt að ræða slíkar skerðingar.

Þýðir það að ráðherra Framsóknarflokksins treysti ekki dómstólum Íslands til að taka á þeim málum sem upp kunna að koma og nauðsyn sé á "fyrirbyggjandi aðgerðum"?

Persónulega ætla ég að nota tjáningarfrelsi mitt til að leggja til að Eygló Harðardóttir segi af sér sem ráðherra og Framsóknarflokkurinn noti tækifærið og setji í embættið hæfari stjórnmálamann.

Svona framsetning ráðherra fær mig til að efast stórlega um framtíð íslenskra stjórnmála.

Alla vegna er nauðsynlegt að berjast af hörku gegn öllum álíka hugmyndum - frá byrjun.

Það er engin ástæða til að íslendingar láti takmörkun á tjáningarfrelsi yfir sig ganga.

Eygló Harðardóttir, segðu af þér sem ráðherra og þingmaður.

 


mbl.is Ræða þarf takmörkun tjáningarfrelsis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Góða fólkið" eru fasistar:

Allir eiga bara að vera eins, enginn á að leyfa sér að hugsa eða halda annað en það sem yfirvöld vilja.  Allir sem segja annað eru útskúfaðir, hrópaðir niður, kallaðir öllum illum nöfnum.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.11.2015 kl. 19:19

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásgrímur  Þakka þér fyrir þetta. Það er full ástæða og eindregin til að taka hart á móti öllum hugmyndum um að skerða tjáningarfrelsi.

Hins vegar kann það rétt að vera að umræða á netinu kann að fara yfir strik eða velsæmismörk. Það ætla ég ekki að dæma um, enda fer ég ekki stvo víða um á íslenskum vefsíðum.

En þá er um að gera að kæra til dómstóla og láta reyna á ábyrgði viðkomandi. 

Með lögum skal land byggja.

Stjórnmálamenn með slíkar hugmyndir ættu að mínu viti að segja af sér og það er rétt að hvetja kjósendur til að muna efti hugmyndum sem slíkum í næstu kosningum.

Ekki vilja íslendingar kjósa yfir sig skerðingu á tjáningarfrelsi? 

G. Tómas Gunnarsson, 25.11.2015 kl. 19:54

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hver deild netsins hefur sínar reglur.  Ekki er hægt á öllum forumum að spúa eldi og brennisteini án þess að vera bannaður með það sama.

En það eru þá reglur þess og þess geira netsins, sem er þá í prívat eigu þess eða hins, sem má í stórum dráttum gera það sem honum sýnist.

Annars veit ég ekki hve langt menn geta komist á hrauninu einu saman.  Ekki mjög langt, hefur mér sýnst.

"Með lögum skal land byggja" segja menn, en gleyma því allir að þar er ekki punktur heldur komma.  "en með ólögum eyða," sagði kallinn.  Sem er öllu vinsælla sport.

Annars hef ég ekkert of mikla hugmynd um hvað íslendingar vilja.  Ég hef góða hugmynd um hvað stór hluti verkalýðsins vill (fólk sem ég umgengst alltaf) og ágætis skerfur af miðstéttinni (af sömu ástæðu), og það eru viðhorf sem ég sé alls ekkert í fjölmiðlum.

Mér til nokkurrar undrunar, satt að segja.

Vill meirihluti landsmanna skerða tjáningarfrelsið?  Bara svo lengi sem bitnar ekki á þeim, giska ég.

Charlie Hebdo er farinn í frí.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.11.2015 kl. 23:55

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fyrsta skrefið í afnámi tjáningarfrelsisins er að leggjast undir pólitísku rétthugsunina. Fjölmargir hafa gengist við henni. Þá telja menn tímabært að taka næsta skref og setja lög um hatursorðræðu, þ.s. nægir að einhverjum sárni framkoma eða orð einhvers til að taka menn úr umferð. Eftir það er auðvelt að afnema réttarríkið. 

Eygló ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í þeirri baráttu.

Ragnhildur Kolka, 26.11.2015 kl. 10:20

5 identicon

Ég held að fólk átti sig ekki á því að Sameinuðu Þjóðirnar gáfu út skýrslu á dögunum um að konur væru beittar svo miklu ofbeldi á netinu að það yrði að bregðast við. Skýrslan sem þeir gáfu út var hinsvegar dregin til baka m.a. vegna þess að fjöldi tilvitnana var ekki til og ein tilvitnun var í skýrslu sem kallaði Pokémon "ofbeldisþjálfun" eða "drápsþjálfun"

Rökin eru alltaf þau að konur sæti svo miklu ofbeldi á netinu að hefta verði tjáningarfrelsið.

Það er hinsvegar ekki það sem rannsóknir sýna.

Sjá umfjöllun um skýrsluna frá Based Mom (Christina Hoff Sommers)

https://www.youtube.com/watch?v=Uo01-NHoeBk

netnotandi (IP-tala skráð) 26.11.2015 kl. 13:15

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásgrímur Þakka þér fyrir þetta. Vissulega hef ég séð margt ljótt orðbragðið á netinu, jafnt um nafngreindar persónur sem ekki. Ég hef líka heyrt hræðilegt orðbragð um nafngreindar persónur í "kaffistofum", í "heitum pottum", í strætisvögnum og kaffihúsum.

En þó ég mæli vitleysunni ekki bót, verða allir að gera sér grein fyrir því hvar þeir eru "staddir". Þó að einhver kalli mig homma, fífl, heilaleysingja o.s.frv. á netinu, þá hef ég aldrei tekið það nærri mér.

En það er líklega alveg rétt, að ótrúlega margir eru reiðubúnir til að sættast á frelsi til orðs og æðis sé skorið niður, bara ef það snertir þá sjálfa "ekki beint".

@Ragnhildur Þakka þér fyrir þetta. Það er oft haft að orði að vegurinn til helvítis sé varðaður góðum áformum. Það sama gildir oft leiðina að fasismanum/alræðinu.

Það er ekki síst "góða fólkið" og "góðu áformin" sem geta verið svo hættuleg.

@netnotandi Þakka þér fyrir þetta og "linkinn". Virkilega fróðlegt myndband.

Ég hef aldrei skilið þessa ofsahræðslu við það sem sagt er á netinu, frekar en það sem sagt er á skemmtistöðum, matsölustöðum, "kaffistofum" o.s.frv.

Vissulega má oft segja að þörf sé á að skerpa á ábyrgð, hver ber ábyrgð o.s.frv. Hvernig fjölmiðlum ber að haga starfsemi sinni þannig að ljóst sé hver skrifa og þar fram eftir götunum.

Ég er til dæmis útilokaður frá "kommentakerfum" flestra fjölmiðla á Íslandi, sökum þess að ég er einn af þeim "steingervingum" sem hef alltaf kosið að standa utan við Facebook.

Sjálfsagt gæti einhver hrópað hátt um "þöggun" á minnihlutahóp, en hvert vefsvæði fyrir sig verður að ákveða hvernig það stendur að málum og hvernig það kýs að reyna að höfða til "ábyrgðar" notenda þess.

Umfram allt er þarft að treysta á lögin og dómstóla. Ekki treysta á "múlinn" heldur ábyrgðina.

Og ef einstaklingum finnst á sér brotið, er æskilegt að reyni á hana.

En fátt er mikilvægara í nútíma samfélagi en tjáningarfrelsið.

Um það ættu allir að sameinast að standa vörð

G. Tómas Gunnarsson, 26.11.2015 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband