21.11.2015 | 16:53
Þetta tengist ekki islam
Það að ljóðskáld skuli vera dæmt til dauða tengist auðvitað ekki islam. Hver sem heldur því fram fer auðvitað villu vegar.
Þó hann hafi verið handtekinn af trúarlögreglunni, þá tengist það að sjálfsögðu ekkert islam, heldur einhverjum skrýtnum og undarlega þenkjandi einstaklingum sem lítið eða ekkert þekkja til islam.
Þó að þetta gerist í landi Mekka og Medina, hljóta allir þenkjandi einstaklingar að sjá að þetta tengist ekki islam á nokkurn hátt.
Islam er trú friðar, umburðarlyndis og fyrirgefningar.
Þeir sem halda því fram að nokkuð sem þetta hafi eitthvað með islam að gera halda því líklega fram næst það að trúarleiðtogi sem neitar að taka í hönd á kvenkyns blaðamanni hafi eitthvað með islam að gera.
Nú eða það að fylgi Samfylkingarinnar hafi eitthvað að gera með að hún hafi lélegan formann eða skrýtna stefnu í mörgum málum.+
Orsakasamhengi er ofmetið.
Dæmdur til dauða fyrir trúleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Hæðni, Trúmál og siðferði, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
"Islam er trú friðar, umburðarlyndis og fyrirgefningar."
Því miður verðum við að dæma samfélög miðað við það hverning þau haga sér í raun, ekki miðaða við það sem þau segjast vera. Það vilja allir meina að þeirra trú sé best.
Sannleikurinn er sá að mjög margar (flestar?) Íslamskar þjóðir í heiminum - eins og Sádi Arabía - eru sekar um skelfileg mannréttindarbrot, þá sérstaklega gegn konum. All í nafni trúarinnar. - Umburðarlyndi og fyrirgefning eru ekki orð sem hægt er að nota til að lýsa þessum samfélögum.
Á meðan stærstu/sterkustu samfélög Íslama haga sér svona, þá er það sú hegðun sem lýsir Íslömsku trúnni, sama hvað minnihlutinn vill meina.
Atli (IP-tala skráð) 21.11.2015 kl. 17:38
Ég gat nýtt mér þssa kaldhæðni til þess að búa til frostpinna.
Ásgrímur Hartmannsson, 21.11.2015 kl. 19:56
Tómas Ég vona að þú sért að jóka. Ég sjálfu var nærri því drepin af Trúarlögreglu í Sádí Arabíu en var staddur í verslun á ramöduni 5 mínútum eftir 5 en samkvæmt trúnni áttu þeir að loka 5. Inn réðist trúarlögreglan með 6 feta lurg og byrjaði að lemja alla sem fyrir honum voru. Þetta er svo brjálað lið sem ráða ríkjum og stjórna. Þetta er ekki kóngur sem ræður heldur klerkaveldin eins og í Íran.
Valdimar Samúelsson, 21.11.2015 kl. 20:48
Nei. Tengist ekki neitt.
Við vitum alveg hvernig land Sádia er.
Últra-Íhaldssamt á pólitíska skalanum.
Það hefur ekkert með Islam að gera heldur er ákveðin útfærsla á stjórnkerfi sem er einhvernvegin súrrealískt í fáránleika sínum.
Þetta eru miklir vinir BNA og forsetans hérna og þ.a.l. íshaldsmanna og þjóðrembinga hér uppi í fásinni.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.11.2015 kl. 21:59
Þetta er vandamál í hans eigin heimalandi og öllum hinum Islamska heimi. Það búa hundruðir ólöglegra flóttamanna frá Palestínu í Tel Aviv af ástæðum eins og að vera samkynhneigðir eða trúlausir. Þar er auðvitað öllum slétt sama og yfirvöld líta viljandi framhjá þessu, afþví ákveðnar manngerðir eru einfaldlega mjög velkomnar og margir hafa fengið löglegt hæli. Tel Aviv er jafnframt álitin ein besta borg heims fyrir samkynhneigt fólk. Það eru margar hliðar á málunum en haldið er að okkur af nazistafjölmiðlunum, þökk sé viðurstyggð sem kallast rótgróið kynþáttahatur og er samdauna allri okkar menningu í þessum heimshluta, því miður.
Manni (IP-tala skráð) 21.11.2015 kl. 23:08
@Atli Þakka þér fyrir þetta. Það er alltaf gott að líta á í hvað flokkum færslan er merkt.
@Ásgrímur Þakka þér fyrir þetta. Og hvernig frostpinna bjóstu til? Grænan, rauðan eða Vinstri grænan? Eða var það sólrauður pinni?
En súkkúlaðihúðina má aldrei vanta.
@Valdimar Þakka þér fyrir þetta. Eins og hvað varðar Atla mæli ég með að merkingar færslunar séu skoðaðir.
@Ómar Þakka þér fyrir þetta. Það verður að teljast nokkuð merkilegt að ef marka má "frjálslynda aðila" á Vesturlöndum, sem ég yrði ekki hissa á að þú vildir telja þig til, þá virðast ótrúlega stór hópur þeirra sem telja sig múslima og tilheyra islam, ekki hafa hugmynd um hvað islam er, eða hvað þeir eru að segja.
Verður það ekki að teljast "assgoti" merkilegt?
G. Tómas Gunnarsson, 21.11.2015 kl. 23:11
Svo enginn velkist í vafa þá meina ég með menningu í þessum heimshluta okkur íbúa Evrópu sem tókum okkur saman um að senda nazistum gyðingana okkar, þetta land þeirra á meðal. Það er jafn mikið tabú í okkar samfélagi að segja neitt gott um gyðinga, sérstaklega þann nær helmingi en þriðjugi gyðinga jarðar sem býr í Ísrael, eins og það var í Texas þegar þrælahaldið stóð í mestum blóma að tala af virðingu og bræðraþeli um hörundsdökka menn.
Manni (IP-tala skráð) 21.11.2015 kl. 23:11
Ég skal ekkert meta það hve merkilegt það er. Er það ekki bara eins og gerist og gengur í öðrum trúarbrögðum? Jú, held það.
Islam rétt eins og önnur trúarbrögð byggja á ákveðinni mannlegri túlkun. Það hefur alltaf verið þannig. Kóraninn hefur alltaf verið túlkaður. Og menn síður en svo komið sér saman um hver rétt túlkun væri.
Þessvegna þegar ofsamenn eru að tala uppúr Kóran, Þá er það þeirra ofsabókstafstúlkun sem kemur uppúr hattinum.
Í framsetningu þeirra er eins og það sé eitthvað upprunaleg túlkun og þeir séu því að fylgja fornu fordæmi muslima o.s.frv.
Það er alrangt hjá þeim. Kóraninn hefur alltaf verið túlkaður og ekki síst á upphafstímabilum og mestu gullöldum Íslams.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.11.2015 kl. 23:56
Alveg er það merkilegt hvernig sumir hamra á því að athafnir islamista hafi ekkert með trú að gera. Allt sem islamistar, þ.m.t. Sádi-Arabar, gera til bölvunar er gert í nafni islam, Alla eða spámannsins Múhameðs. Það þýðir ekkert að vera með svona barnalegar yfirlýsingar, þetta hefur ALLT með islam að gera hvernig sem naivistar berja hausnum við steininn.
corvus corax, 22.11.2015 kl. 04:40
Ískalt háð - Ómar Bjarki lætur hafa sig að fífli með viðbrögðunum sínum.
Ólafur Als, 22.11.2015 kl. 13:22
"@Atli Þakka þér fyrir þetta. Það er alltaf gott að líta á í hvað flokkum færslan er merkt."
Ég er ekki mikið fyrir smáa letrið :)
Atli (IP-tala skráð) 22.11.2015 kl. 18:23
Ómar Bjarki, þú ert svona týpa sem bítur í sig bull og ert of heimskur til þess að hrækja því út úr tómarúminu hvað sem á dynur.
Þú ert svona gaur sem við lítt breyttar aðstæður gæti sagt að SS sveitirnar hafi ekki haft neitt með nasisma að gera.
ocram (IP-tala skráð) 22.11.2015 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.