13.11.2015 | 05:24
Ekki nauðsynlega til bóta
Það hljómar vissulega nokkuð jákvætt að kjósa forseta Alþingis með auknum meirhluta. Þannig hefði hann vissulega víðari skírskotun og stæði styrkar fótum. Væri að einhverju leiti meira "allra".
En það er einnig hætta á því að fyrirkomulag sem þetta skapi upplausn og vandræði í störfum þingsins.
Þetta gæfi minnihluta þingsins möguleika á því að taka kjör forseta í "gíslingu". Þannig gæti farið að ekki væri hægt að kjósa forseta.
Og það hefur sýnt sig að fyrr eða síðar eru þau "meðul" sem hægt er að nota, notuð.
Vissulega getur meirihlutaræði verið slæmt, sérstaklega ef tæpur meirihluti keyrir fram af offorsi. En ég hygg þó að flestir taki undir að það er bæði betra og rökréttara en að minnihlutinn ráði, svona sem "prinsipp".
Því get ég ekki séð að þetta frumvarp sé til bóta, þó að vissulega skori það hátt á "fílgúdd skalanum".
Þingforseti þurfi aukinn meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.