20.7.2006 | 19:44
Góð orka, gott mál
Nú er ég að lesa eldri fréttir, eftir að hafa lítið fylgst með í nokkurn tíma vegna anna við málningu og flutninga.
Það er ánægjulegt að lesa fréttir sem þessa. Þegar nýting íslenskra auðlinda, vistvæn orka, bætt nýting á auðlindinni og nýting íslenskrar þekkingar fara sama er ekki ástæða til annars en að gleðjast.
En sú spurning hlýtur líka að vakna til hvers er virkjað? Til hvers á að nýta orkuna?
Nú þegar mikið er rætt um stóriðjuframkvæmdir verður að velta þessu fyrir sér, á að stöðva frekari virkjunarframkvæmdir eða hvernig sjá menn fyrir sér að orkan verði nýtt.
Sjálfur er ég fylgjandi stóriðju, tel hana nýtast þjóðarbúinu vel, en að sjálfsögðu með öðru og hef aldrei litið á hana sem annaðhvort eða málefni.
En vissulega væri æskilegt ef nýting íslenskrar orku væri fjölbreyttari en raun ber vitni, alltaf er betra að hafa eggin í fleiri körfum, en hins vegar verður líka að sníða vonir og væntingar að raunveruleikanum. Á meðan eftirsóknin eftir orkunni er ekki meiri en raun ber vitni, og fyrst og fremst áliðnaðurinn sækist eftir henni, breytist niðurstaðan ekki. Ja, nema við hættum við frekari virkjanir.
Mikil jarðfræðiþekking og bortækni skila góðum árangri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Tölvur og tækni | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.