Frjálslyndið hefur alltaf átt heimili í Sjálfstæðisflokknum

Frjálslyndisvindar virðast hafa átt allgreiða leið inn í Laugardalshöll, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt landsfund sinn um nýafstaðna helgi.

Það er vel.

En það er undarlegt að lesa fréttir og "spegúleringar" þess efnis að vegna þess að frjálslyndið hafi sótt á í ályktunum Sjálfstæðisflokksins hafi hann verið "Píratavæddur",eða tekið skarpa "vinstri beygju".

En Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina verið mannmargur flokkur, og mikil "breiðsíða". Þannig hafa frjálslyndir sjálfstæðismenn deilt flokki sínum og ýmsum skoðunum, með mörgum öðrum.

Þar með töldum íhaldsmönnum, kristilegum íhaldsmönnum og þeim sem ég kalla stundum í hálfkæringi "kristilega talíbana".

En styrkleiki hins frjálslynda hluta Sjálfstæðisflokks hefur farið upp og niður í gegnum tíðina, og það sem er talið frjálslyndi hefur sömuleiðis breyst.

Þannig hefur ytri ásýnd flokksins verið misjöfn, og frjálslyndið verið misjafnlega sýnilegt.

Það er óskandi að nú fari í hönd langt (ef ekki eilíft) tímabil þar sem frjálslyndið verður í fararbroddi í Sjálfstæðisflokknum.

Þó ávallt þannig að frelsi einstaklingsinga og réttindi þeirra séu í fararbroddi.

Ég hygg að það séu ekki endilega margir af sjálfstæðimönnum, eða þeim sem hafa kosið flokkinn í gegnum tíðina,  sem eru 100% ánægðir með ályktanir landsfundar.  Ekki er ég það.

En mér finnst samt að stefnan hafi að all nokkru leyti verið "leiðrétt" og kúrsinn settur fram á við.

P.S. Eitt af vandamálunum við umræðu sem þessa, er að sjálfsögðu mismunandi skilgreiningar á hugtökum eins og frjálslyndi og frelsi. Þar eins og mörgum öðrum málum eru skiptar skoðanir.


mbl.is Frjálslyndið í fyrirrúmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er einhver munur orðin a Sjálfstæðisflokknum og hinum flokkunum, ég á erfit með að sjá það eftir þennan Landsfund.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 26.10.2015 kl. 20:13

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jóhann Þakka þér fyrir þetta. Vissulega er ýmislegt sem bendir til þess að stjórnmálaflokkar þjappi sér æ meira saman á óútskýrðan miðjupunkt sem fellur atvinnustjórnmálamönnum vel í geð.

En þó að ég hafi ekki lesið ályktanir landsfundar Sjálfstæðisflokksins í heild sinni, þá hefur mér litist vel á margt sem hefur lesa mátt í fréttum.  Síður á annað eins og gengur.

Sjálfstæðisflokkurinn er vissulega (að mínu mati) með aðra stefnu en aðrir flokkar, þó að skörun megi finna víða.

G. Tómas Gunnarsson, 27.10.2015 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband