Er kyrrstaða alræðisins betri?

Þegar sterkir ein- og alræðisherrar falla skapast oft ástand sem sýnist litlu eða engu betra en það alræði, misþyrmingar og kúgun sem þeir eða stjórnir þeirra standa fyrir.

Sterkt einræði er oft á yfirborðinu, stöðugt og "gott" stjórnskipulag. Þegar ein/alræðis fellur, fylgir gjarna upplausn, ringulreið og "grimmd" í kjölfarið, eða innan fárra ára.

Sagan geymir mörg dæmi um slíkt.

Franska byltingin sem er gríðarlegar mikilvægur atburður í sögu Evrópu (og í raun heimsins alls), fæddi af sér "hryðjuverkastjórn" og ekki löngu síðar var aftur komið á einveldi í Frakklandi.

Þó hygg ég að fáir séu þeirrar skoðunar að betur hefði farið á að Franska byltingin hefði aldrei orðið.

Rússneska byltingin hafði ekki síður blóðbað í för með sér, og þó að upphaflega byltingin hefði að mörgu leyti jákvæðar rætur, verður það sama ekki sagt um þá bolsevísku.

Í kjölfarið fylgdi blóðbað, og eyðilegging trúartákna og fornminja, sem helst minnir á framgöngu Talibana og ISIL í samfélagi nútímans.

Í kjölfar sigurs lýðræðisaflanna í fyrri heimstyrjöld, fylgdi uppgangur alræðisafla.

Í lok seinni heimstyrjaldar voru lýðræðisöflin illa undirbúin fyrir sigurinn, sem hafði í för með sér að þó að þau hefðu mikið lagt til hans, var eingöngu skipt um ein/alræðisherra í stórum hluta Evrópu.

En hið kommúníska heimsveldi sem byggðist upp eftir seinni heimstyrjöld fól í sér feigðina, þannig að frekar var spurning um hvenær en hvort það riðaði til falls.

En fallið þýddi í för með sér hörmungar, ofbeldi og í sumum tilfellum blóðug stríð. Afleiðingar þess að al/einræðisherra Júgóslavíu gekk á vit feðra sinna og "sterka aflið" sem hélt ríkinu "saman" hvarf er líkleg mörgum í fersku minni.

Í Rússlandi er ekki enn útséð um hvernig "spilast" úr kaosinu sem fylgdi hruni kommúnismans, og hvort að einræði eða lýðræði verður ofan á. Útlitið er þó ekki jákvætt þessa stundina.

Þannig er erfitt að sjá fyrir hvað gerist, og auðveldara að "vinna stríðið" en að "vinna friðinn"

Þannig veit enginn hvort að t.d. Kúbu tekst að feta leiðina til aukins lýðræðis án upplausnar.  Það sama gildir um hina "sósíalölsku paraadís" í Venezuela. Þar er upplausn þegar farin að festa rætur.

Það sama má segja um ein/alræðisríki eins og t.d N-Kóreu og olíuríkin við Persaflóa. Engin veit hvort að þau ná einhverntíma að snúast á lýðræðisbraut, eða hvort það verður án ofbeldis og upplausnar.

En slikt væri vissulega óskandi.

En frelsi og lýðræði eru gæði sem vissulega er ýmsu fórnandi fyrir.

Kyrrstaða og "svikalogn" eða "friður" ein/alræðis kann vissulega að virka heillandi, en oftar en ekki er það virði verulega fórna að fella það.

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Heimurinn betri með Saddam og Gaddafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband