Flutningar - Indy Rocks -

Jamm.... það er búið að vera mikið að gera undanfarið.  Fyrst og fremst auðvitað við að græja "slotið", sjálfa Bjórá.  Það verk hefur undið þó nokkuð upp á sig og tekið mun meiri tíma en ráð var gert fyrir.  Málningin á stofunni var svo skrýtin, að ég þurfti að pússa hana niður með sandpappír, ekki hægt að segja að ég hafi skemmt mér mikið yfir því.

En þetta er allt að koma, herbergin taka breytingum eitt af öðru og litasamsetninging virðist ætla að virka.  En það er gaman að vera þar, garðurinn er í blóma, rósir út um allt, stórt tré, fersk mynta vex í garðinum og allra handa önnur blóm sem ég kann ekki að nefna.  Kardínálar, litlar finkur og þrestir fljúga um garðinn og það er næstum eins og ég sé staddur úti sveit, hvílík er kyrrðin.

En það hefur náttúrulega ýmislegt drifið á dagana á meðan ég hef verið latur við bloggið, ekki síst stórkostlegur sigur "Skósmiðsins" í Indianapolis.  Það var ljúfur 1 - 2 sigur hjá Ferrari, vonandi ekki sá síðasti á árinu.  Annars var kappaksturinn frekar líflegur og skemmtilegur á að horfa.

Síðan varð allt auðvitað vitlaust í "litlu Ítalíu" þegar ítalirnir komust í úrslitin, sem betur fer var ég víðsfjarri, enda umferðarteppan og lætin með eindæmum.  Lögreglan er hins vegar með mikinm viðbúnað fyrir komandi sunnudag.

Flutningsdagur hefur svo verið ákveðinn, laugardagurinn 15. júlí, búinn að bóka 1. aðstoðarmann, en vonandi tekst að hóa saman einhverjum fleiri.  Boðið verður upp á bjór, lambasteik, rauðvín og ekki útilokað að ég frysti Brennivínsflöskuna sem ég á í skápnum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband