1.10.2015 | 05:34
Slæm söguleg reynsla
Það er vissulega óskandi að það takist að ná sáttum í Ukraínu, þó að erfitt sé að sjá hvernig það gerist.
En ríki A-Evrópu hafa af því slæma reynslu þegar Þýskaland og Rússsland/Sovétríkin hittast og ákveða hvernig landamæri og áhrifasvæði skuli vera.
Hvort að þátttaka Frakklands breyti þar einhverju um á eftir að koma í ljós.
En það er vissulega nokkuð sérstakt þegar reynt er að finna lausnir á deilum, án þess að deiluaðilarnir séu hafðir með.
Það segir þó ef til vill nokkuð um hver staða Ukraínu og svokallaðra "aðskilnaðarsinna" raunverulega er.
Pútín, Merkel og Hollande funda um Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.