Slæm söguleg reynsla

Það er vissulega óskandi að það takist að ná sáttum í Ukraínu, þó að erfitt sé að sjá hvernig það gerist.

En ríki A-Evrópu hafa af því slæma reynslu þegar Þýskaland og Rússsland/Sovétríkin hittast og ákveða hvernig landamæri og áhrifasvæði skuli vera.

Hvort að þátttaka Frakklands breyti þar einhverju um á eftir að koma í ljós.

En það er vissulega nokkuð sérstakt þegar reynt er að finna lausnir á deilum, án þess að deiluaðilarnir séu hafðir með.

Það segir þó ef til vill nokkuð um hver staða Ukraínu og svokallaðra "aðskilnaðarsinna" raunverulega er.


mbl.is Pútín, Merkel og Hollande funda um Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband