Víðtæk áhrif Volkswagen hneykslisins

Volkswagen díselhneykslið vindur á meira upp á sig, og í raun er engin leið að segja um hversu víðtæk áhrif það á eftir að hafa.

Hætta er á því að Volkswagen fari hreinlega á höfuðið. Séu 11 milljónir bíla með ólöglegan hugbúnað (sumir vilja meina að talan geti orðið hærri, því bensínbílar geti sömuleiðis verið undir), getur kostnaður við innköllun þeirra og hugsanlegra skaðabóta og sekta riðið fyrirtækinu að fullu.

Það verður einnig að teljast líklegt að dragi úr sölu hjá fyrirtækinu á komandi misserum sem aftur setur verðþrýsting niður á við á bíla þess.

Hvort að núverandi hluthafar séu tilbúnir til að koma með aukið hlutafé, ef illa fer á svo eftir að koma í ljós.

Þessi skandall mun án efa hafa gríðarleg áhrif á framtíð dísilbíla, þó ef til vill sé full sterkt til orða tekið að þeir muni mæta endalokum sínum.

En það er nokkuð ljóst að díselbílar munu eiga undir högg að sækja á næstunni og um leið er þetta áfall fyrir Evrópusambandið sem hefur lagt mikla áherslu á fjölgun díselbíla (sem ýmsir vilja þó meina að hafi aðallega verið leið til að styrkja stöðu Evrópskra bílaframleiðenda).

Sú stefna var þegar orðin umdeild vegna mengunar frá díselbílum og þessi skandall mun þyngja kröfuna um fækkun og jafnvel bann díselbíla.

Staða þýsku ríkisstjórnarinnar veikist við þennan stóra skandal. Hún liggur undir áburði um að hafa vitað af svindli Volkswagen (sem hún hefur þó neitað staðfastlega) og svo er líklegt að áhrifin á þýskan efnahag verði neikvæð. Margir spá að þetta verði þess valdandi að hagvöxtur verði minni en vonast hefur verið eftir.

Það verður sömuleiðis fróðlegt að fylgjast með hvernig tekið verður á málinu innan Evrópusambandsins. Það er ljóst að stór bílaframleiðslulönd eins og Frakkland, Ítalía og Bretland, væri það ekki um of á móti skapi að koma höggi á þýskan bílaiðnað.

Loks verður ekki hjá því komist að nefna að hneyksli af þessari stærðargráðu mun hafa neikvæð áhrif á stórfyrirtæki sem heild.

Háværar kröfur um aukið eftirlit munu hljóma og erfitt að segja að þær eigi ekki rétt á sér undir kringumstæðum sem þessum.

Efasemdir og getgátur um álíka vinnubrögð hjá öðrum fyrirtækjum mun án efa verða algeng.

Jafnframt er það ákveðinn áfellisdómur yfir starfsemi eftirlitsaðila, að slík undanbrögð skuli hafa viðgengist þetta lengi, og hlýtur að kalla eftir endurskipulagningu á vinnubrögðum þeirra.

Því þetta risastóra svind, sýnir að það er langt í frá nóg að setja strangar reglur og eftirlit, ef það virkar ekki, nema eins og "snuð" fyrir almenning.

Það er líklegt að "eftirskjálftar" þessa hneykslis eigi eftir að verða all nokkrir og finnast um nokkuð langa hríð.

 

 

 


mbl.is Boða endalok dísilbílsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Geturðu ekki tengt þetta við vonda Evrópusambandið? Hlýtur þetta ekki að vera því að kenna, eins og allt annað sem aflaga fer í heiminum? Eru ekki góðar vonir um að þetta ríði því að fullu?

Annars eru líkur á að þetta muni hraða mikið þróun rafmagnsbíla, sem er vel.

Kristján G. Arngrímsson, 24.9.2015 kl. 10:55

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Auðvitað tengist þetta Evrópusambandinu, en aðeins með óbeinum hætti, fór það fram hjá þér?  Hér á eftir þarf auðvitað að koma broskall   :-)

En þetta geta heldur ekki talist góðar fréttir fyrir "Sambandið". Það er ekki nóg að setja reglur og koma á eftirliti, ef það hreinlega virkar ekki, rétt eins og kom á daginn með hrossakjötið um árið.

En þetta hittir auðvitað fyrir stefnu og prómóteringu "Sambandsins" á díselbílum sem hefur verið all nokkur.

Þeir tæplega hálf milljón bíla sem eru með "svindlhugbúnað" í Bandaríkjunum eru einungis toppurinn á ísjakanum, þegar talað er um 11 milljón bíla á heimsvísu.  Þar af marga í "Sambandinu" auðvitað. Hvernig er eftirlitinu háttað, á hvaða gögnum var herferð "Sambandsins" byggð?  bílaframleiðenda?

Hvort að þetta hraði mikið þróun rafmagnsbíla er ég ekki svo viss um, en þetta dregur ekkert úr henni. En kostnaðurtölur rafmagnsbíla eiga enn nokkuð langt í land til að verða samkeppnishæfar án verulegs stuðnings, sem mörg ríki virðast vilja draga úr.

Svo er það aftur önnur saga hvernig rafmagnið er framleitt víða um lönd, því það eru ekki mörg lönd með eins "hreint" rafmagn og íslendingar.

G. Tómas Gunnarsson, 24.9.2015 kl. 11:11

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Díselbílavæðingin byggðist á missilningi, skilst mér, þeir losa minna af koltvísýringi en reyndust svo menga meira á annan hátt. Þannig að já, flestir eru á því að það hafi verið mistök.

Skv. Fréttablaðinu í dag er ekki ólíklegt að þetta eigi eftir að breiðast út til fleiri framleiðenda, þar á meðal bandarískra.

http://www.visir.is/visbendingar-um-frekari-blekkingar/article/2015150929442

Kristján G. Arngrímsson, 24.9.2015 kl. 11:16

4 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Svo á vísast eftir að koma í ljós að rannsóknin sem böstaði VW hafi verið kostuð af bandarískum keppinautum. Ekki yrði ég hissa. Sem bendir til að það hafi allir í iðnaðinum vitað af þessu og þetta sé alsiða. Þannig að þeir hafa kannski skotið sig í fótinn með því að gera þetta uppskátt.

Kristján G. Arngrímsson, 24.9.2015 kl. 11:17

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján  Þakka þér fyrir þetta. Ef ég hef skilið rétt þá skila dísilvélar ótrúlega lítið minna af koltvísýringi en bensínvélar, en minna þó, en heildarmengunin er mun meiri.

Það verður því að teljast all stór mistök að fara í að prómótera og niðurgreiða slíkar bifreiðar.

Ég yrði ekki hissa þó að fleiri framleiðendur eigi eftir að flæjast í málin, bandarískir eða aðrir. Hef ekki trú á því að Volkswagen hafi verið svo langt tæknilega á eftir öðrum fyrirtækjum.

En framleiðsla á dísilbílum hjá bandarísku bílafyrirtækjunum hefur verið afar lítil, þannig að stærðirnar yrðu að öllum líkindum allt aðrar og minni.

Margir vilja meina að það hafi ekki verið síst fyrir þá staðreynd hve evrópskir bílaframleiðendur stóðu vel í díselnum að "Sambandið" ákvað að prómótera þá, sem hefur svo sprungið í andlitið á því.

En svo er annar handleggur hvort að svipað gæti verið upp á teningnm með bensínvélar?

Ég las einhversstaðar að rannsóknin hefði upphaflega verið ætlað að sýna fram á hve dísilvélar væru góðar fyrir umhverfið og Volkswagen valið vegna þess að það væri í fararbroddi þar.

En eins og ég sagði áður hef ég trú á að þetta eigi eftir að vinda verulega upp á sig, og "eftirskjálftar" eigi eftir að finnast lengi. Hugsanlega hætta á "flóðbylgju".

G. Tómas Gunnarsson, 24.9.2015 kl. 14:18

6 identicon

Eftirlitið í ESB er miklu betra en í USA. Þess vegna er talið líklegt að svindlið nái ekki yfir ESB-löndin. Ef rétt reynist hefur eftirlitið því reynst mjög vel.

En USA er eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem talar með fyrirlitningu um "eftirlitsiðnaðinn". Þar í landi sitja almannahagsmunir ekki í fyrirrúmi heldur peningaöflin. Græðgin er hin heilaga kýr.

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.9.2015 kl. 22:56

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta Það á ábyggilega margt eftir að koma í ljós á næstu vikum mánuðum og árum. Ég held að þetta verði ekki fjöður í hatt "Sambandsins" eins og þú virðist halda.

Hvar heldur þú að hinir 10 og hálf milljón Volkswagen bíla sem hafa "svindlhugbúnað" og eru ekki í Bandaríkjunum séu?

Fullyrt er að ráðherra í stjórn Merkel hafi verið látinn vita af svindlinu í apríl síðastliðnum, en ekkert hafi verið afhafst.

Staðreyndin er sú að "Sambandið" setur oft strangar reglur, en það þýðir ekki að það sem framfylgt. Flestir tala til dæmis á þann veg að reglur í matvælaiðnaði séu strangari í "Sambandinu" en í Bandaríkjunum, en reglunum sé mun betur framfylgt fyrir vestan. Ef til vill vegna þess að þar er eftirlitið heilsteyptara, sterkari "federal" grunnur til að byggja á.

En það kæmi mér ekki á óvart þó að skandallinn eigi eftir að verða mun stærri í Evrópusambandinu en í Bandaríkjunum. Það er margt sem bendir til þess.

Fyrir svo utan hina vitleysu herferð og niðurgreiðslur "Sambandins" fyrir díselbíla. Hvað skyldi sú herferð í raun hafa kostað mörg mannslíf, ef tölur um mannslát af völdum mengunar eru notaðar við reikninginn?

G. Tómas Gunnarsson, 25.9.2015 kl. 04:11

8 identicon

Það eru bara getgátur að þetta geti átt við um 11 milljónir bíla. Þetta er fjöldi bíla af þessari gerð í heiminum. Það er alveg óvíst hvort svindlið nái til þeirra allra.

Bílarnir sem um ræðir eru framleiddir í Bandaríkjunum sérstaklega fyrir Bandaríkjamarkað. Þeir eru ekki að öllu leyti eins og aðrir bílar af sömu gerð framleiddir annars staðar í heiminum.

Þar sem eftirlitið í Bandaríkjunum er lítið er ekki ólíklegt að það hafi haft áhrif á framleiðsluna til að auka markaðshlutdeildina þar en hún er frekar lítil.

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.9.2015 kl. 08:12

9 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Það eru upplýsingar frá Volkswagen sem segja að málið snerti 11 milljónir bíla framleidda af þeim, en þeir tóku fram að það væri bara áætlun (þeir gætu auðvitað orðið fleiri).  Það er enda svo að eitt af því sem stóru bílafyrirtækin nota til hagræðingar e r að nota sömu vélar, grindur og marga aðra íhluti í mörgum löndum og í mörgum tegendum. M.a. þess vegna er hneykslið ekki einskorðað við Volkswagen, heldur líka Audi og vel hugsanlegt að Seat og Skoda dragist inn í það líka.

German transport minister Alexander Dobrindt said that VW had used defeat devices - software which turns on emissions control systems when a car is being checked but not during normal driving - to manipulate engine tests in Europe.

Þjóðverjar eru búnir að viðurkenna að svindlið hafi einnig átt sér stað í Evrópu, en þú veist auðvitað betur hvað "Sambandseftirlitið" er óbrigðult.

Þessi ótrúlega trú þín á yfirburði og óskeikanleika "Sambandsins" minnir æ meira á "gömlu kommana" og Sovétríkin.

G. Tómas Gunnarsson, 25.9.2015 kl. 10:41

10 identicon

Upplýsingar um að ólíklegt væri að svindlið næði yfir Evrópu hafði ég eftir íslenskum sérfræðingum frá FÍB ofl, úr útvarpi og sjónvarpi.

Reyndar héldu þeir einnig fram að aðeins væri um að ræða 1.1 milljón bíla. Þessar upplýsingar virðast ekki vera réttar.

Að byggja á þeim upplýsingum sem maður hefur og halda öðru opnu hefur að sjálfsögðu ekkert með trú að gera, ekki einu sinni óskhyggju. Að blanda ESB í málið er út í hött. Það er aldrei hægt að útiloka svindl.

Annars eru auðvitað ekki öll kurl komin til grafar í þessu máli. Hver tók þess ákvörðun? Hvernig getur svona lagað gerst? Mjög margir hljóta að hafa vitað af þessu. Fráfarandi forstjóri segist ekkert hafa vitað. Er það möguleiki?

VW framleiddi ekki þennan hugbúnað heldur Bosch sem firrir sig allri ábyrgð og segist aðeins hafa framfylgt fyrirmælum WV. Þeir hljóta þá að vera samábyrgir.

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.9.2015 kl. 14:44

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Upplýsingarnar frá Volkswagen um að þetta næði til 11. milljón bíla komu fram á þriðjudag. Á hvað og hverja ert þú að hlusta?

En þú fullyrtir að eftirlitið hjá ESB væri mikið betra en í Bandaríkjunum.

Hvers vegna uppgötvaðist svindlið þá ekki í Evrópusambandslöndunum?

Það eru auðvitað langt í frá öll kurl kominn til grafar í þessu máli, og líklega margt eftir að koma í ljós til viðbótar.

Merkel og Þýskalandsstjórn er sökuð um að hundsa upplýsingar um svindlið í apríl síðastliðnum. Þýskaland, Frakkland og Bretland eru sökuð um að hafa reynt að koma í veg fyrir að "Sambandið" framkvæmdi "alvöru" test á bílum o.s.frv.

Ekki þar fyrir að ég reikna með áframhaldandi "skandölum" um víða veröld, og Bandaríkin ekki þar undanskilin.

En hvað heldur þú að dísel "prómótering" Evrópusambandins hafi kostað mörg mannslíf, svona miðað við útreikninga um mengun og dauðsföll?

G. Tómas Gunnarsson, 25.9.2015 kl. 15:53

12 identicon

http://www.visir.is/2,8-milljon-svindlbilanna-i-thyskalandi/article/2015150929128

ls (IP-tala skráð) 25.9.2015 kl. 16:39

13 identicon

Díselbílar gefa frá sér mun meira af gróðurhúsalofttegundum en bensínbílar. Á þeim grundvelli var fólki hyglað fyrir að kaupa díselbíla. Þar með er jörðin gerð lífvænleg lengur en ella. Dieselbílar henta hins vegar illa í mikilli mannmergð vegna annars konar mengunar.

Eitt tilvik er auðvitað engin mælikvarði á eftirlit almennt. Hér gæti auk þess hagsmunir hafa spilað inn í enda um erlenda bíltegund að ræða. Að leita að göllum í innfluttum bílum getur verið liður i að bæta samkeppnishæfni innlendra tegunda.

Ég veit ekki um neitt dauðsfall sem má rekja til að bíll gekk fyrir díselolíu. Veist þú um mörg slík?

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.9.2015 kl. 17:22

14 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls Þakka þér fyrir þetta. Eftir að Volkswagen viðurkenndi að um 11 milljónir bíla væru undir, benti lang flest til þess að meirihluti þeirra væri í Evrópu, eða í það minnsta stærsti hlutinn. Vegna fyrirgreiðslu "Sambandsins" hefur Evrópa verið "Mekka" díselsins.

@Ásmundur Þakka þér fyrir þett. Þú hefur líklega ætlað að segja að dísilbílar gæfu frá sér mun minna af gróðurhúsaloftegundum, en bensínbílar. Sú munur hefur reyndar minnkað mikið á undanförnum árum, en önnur, ekki síður hættuleg mengun frá dísilbílum er mun meiri.

Það er þess vegna sem margir hafa kallað eftir banni á dísilbílum upp á síðkastið. Til dæmis borgarstjóri Parísar.  http://www.france24.com/en/20150128-paris-ban-most-polluting-diesel-vehicles-july-2015

Hún talar um 42.000 dauðsföll á ári í Frakklandi sem rekja má til "agna" frá dísilútblæstri.

Merkilegt að Evrópusambandið hafi ákveðið að prómótera og niðurgreiða slíkt.

Það þýðir auðvitað ekki að vélar sem brenni bensíni séu "stikkfrí", en flestir virðast vera þeirrar skoðunar að það sé betri kostur af tveimur illum.

Eitt tilvik er auðvitað ekki algildur mælikvarði. En hefur þú eitthvað dæmi til að nefna þess efnis að eftirlit sé betra í "Sambandinu" og bakkað upp fyllyrðingu þína? Býr eitthvað meira að baki henni en barnaleg trú á "Sambandinu"?

G. Tómas Gunnarsson, 25.9.2015 kl. 17:49

15 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Menn geta endalaust rifist um gróðurhúsalofttegundir, en staðreyndin er sú að dísel fraleiðir svifryk, en bensín ekki.

Svifrykið svo aftur fer í lungun á fólki, veldur þar asma og þembu (vatni í lungum) ofl... sem er auðvelt að sjá við krufningu þegar fólki dettur í hug að hrökkva uppaf út af þessu.

Svo fransmenn eru sennilega að áætla varlega með 42.000 dauðsföll á ári vegna díselryks.  (Sem er eins og ef 210 færust hér á landi af sömu ástæðum.)

Ásgrímur Hartmannsson, 25.9.2015 kl. 18:21

16 identicon

Þessi viðkvæmni þín fyrir ESB er svolítið hlægileg. Allt virðist metið með hliðsjón af ESB jafnvel það sem hefur lítil eða engin tengsl við það.

Hér á landi hefur einnig verið hvatt til að kaupa díselbíla með ýmis konar ívilnunum. Ég veit ekki betur en að þær reglur gildi enn.

Eftir því sem munur á útblæstri gróðurhúsalofttegunda milli bensínbíla og díselbíla minnkar er eflaust komin ástæða til að endurskoða þessar reglur.

Asmundur (IP-tala skráð) 25.9.2015 kl. 18:34

17 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásgrímur Þakka þér fyrir þetta. Það er mikið til í þessu hjá þér og með tilliti til þess enn óskiljanlegra hvers vegna gríðarlegum fjármunum var varið til að fjölga dísilbílum. Nema auðvitað að ástæðan hafi verið sú að þar höfðu evrópskir bílaframleiðendur ákveðið forskot.

@Ásmundur þakka þér fyrir þetta. Að íslensir ráðamenn hafi ákveðið að lepja upp vitleysuna frá Evrópusambandinu (eins og margt annað) óathugað gerir það ekki betra.

Eins og Ásgrímur bendir á, er mengunin frá díselbílum mun hættulegri og líklega lífshættulegri.

Það sem er hlægilegt, er hins vegar hvernig þú virðist halda að allt sé betra, bara ef ESB kemur eitthvað nálægt því, en getur ekki fært nein rök fyrir máli þínu.

Rétt eins og "gömlu kommarnir" og Sovétið. Enda átrúnaðurinn ekki ósvipaður, alla vegna ekki hvað þig varðar.

G. Tómas Gunnarsson, 25.9.2015 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband