Sá þessa frétt á vef RUV, þar segir Dagur borgarstjóri að "stóra sniðgöngumálið" hafi skaðað meirihlutann.
Það ætti að sjálfsögðu að vera aftarlega í huga hans, þó að vissulega sé það rétt. Hið alvarlega er hvað málið hefur skaðað borgarbúa og íslendinga alla.
Það er nokkuð sem ætti að koma fyrst upp í huga Dags og nokkuð sem hann ætti að biðjast afsökunar á.
Enn fremur segir í fréttinni: "Dagur var jafnframt inntur eftir því hvort það væri hefð fyrir því að borgarfulltrúar geti lagt fram einhvers konar gælumál þegar þeir eru að fara út úr borgarstjórn og fengið þau samþykkt. Dagur segir að það sé í raun ekki hefð heldur hafi komið nokkrum sinnum upp á allra síðustu árum þegar borgarfulltrúar hafi hætt á miðju kjörtímabili. Þannig hafi Árni Þór Sigurðsson lagt til að gerð yrði hjólreiðaáætlun fyrir Reykjavík. Þetta er bara einn af lærdómum þessa. Það má ekki vera þannig að fólk, af því að það sé að hætta í borgarstjórn, geti lagt fyrir eitthvað án þess að það sé skoðað nægilega vel, að sjálfsögðu ekki, segir Dagur og viðurkennir að hafi þetta verið hefð þá sé hún ekki sniðug og verði aflögð."
Það er með eindæmum að gefa það í skyn, að það eitt að einn borgarfulltrúi skuli vera að hætta verði þess valdandi að "slökt" sé á skynseminni og mál séu samþykkt án þess að vera skoðuð, svona sem "kveðjugjöf".
Fátt lýsir betur vanhæfni meirihluta borgarstjórnar, en slíkar frásagnir, nema ef skyldi vera afsakanir borgarstjóra í þá átt að tillagan hafi verið illa orðuð og ekki verið eins og "meiningin" væri.
Þýðir það að borgarstjórnarmeirihlutanum er ekki einu sinni treystandi fyrir því að koma hugsunum sínum á blað og í tilöguform þannig að þær skiljist?
Allt ferlið í kringum þetta vandræðamál er meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna til stórrar skammar.
Það eina rétta í stöðunni nú er að draga tillögunna skilyrðislaust til baka (eða öllu heldur afnema viðskiptabannið eða sniðgönguna), án þess að leggja fram nýja.
Dagur ýjar að í frétt RUV og er aðeins hægt að vona að sú verði raunin.
Meirihlutinn ætti frekar að einhenda sér í að rétta við fjárhag borgarinnar, þar er sannarlega verk að vinna.
P.S. Ég velti því fyrir mér þegar borgarstjóri segist ætla að draga tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur til baka, hvort að það sé yfirleitt mögulegt, eins og mál standa nú.
Varla getur nokkur dregið tillögu Bjarkar til baka, nema hún sjálf, og það getur hún líklega ekki, þar sem hún á ekki sæti í borgarstjórn lengur, ef ég hef skilið rétt.
Líklega er það eina rökrétta (löglegar rétt, það er betra að hafa það á hreinu) sem borgarstjórnarmeirihlutinn getur gert nú, að samþykkja að fella niður bann á viðskiptum við Ísrael, því bannið hlýtur að vera í gildi nú, eða hvað?
En ég er vissulega ekki sérfræðingur í sveitastjórnarlögum, en hefði gaman (og gagn) af því hvaða skoðun lesendur þessa hafa á þessu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Sveitarstjórnarkosningar, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:26 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll nafni.
Í fyrsta lagi þarf að fella viðskiptabann á Ísrael niður án þess að ný tillaga komi í staðin, eins og þú kemur að.
Í öðru lagi verður borgarstjórnarmeirihlutinn, eða þeir sem samþykktu tillögu Bjarkar að segja af sér.
Gerist það ekki breytist ekkert, skaðinn er skeður.
Ef umræddir borgarfulltrúar sitja áfram verður ekkert mark tekið á Íslandi, hvorki af Gyðingum eða öðrum þar sem menn bera ekki traust til þess siðferðis sem íslenskt viðskiptalíf býður uppá. Skaðinn sem borgarstjórn hefur valdið þeirri ímynd sem menn og konur hafa verið að byggja upp og það með ómældum fjármunum er gríðarlegur. Hryðjuverk hefur verið unnið á íslenskum útflutningsvörum og ímynd þjóðarinnar út á við, maður þarf sem sagt ekki að fara til Miðaustur landa til að sjá hversu alvarleg hryðjuverk eru þó engin hafi látist eða slasast í því sem hér varð.
Tómas Ibsen Halldórsson, 21.9.2015 kl. 12:25
Undarlegir brauðfætur eru komnir undir ykkur sjálfstæðismenn.
Betur stóðu menn í lappirnar gegn hótunum vegna hvalveiða Íslendinga.
Málstaðurinn er góður þ.e. að sniðganga Ísraelskar vörur vegna skepnuskaparins gagnvart Palestínumönnum. Til langs tíma munu Íslendingar græða meir en þeir tapa á að gjöra rétt en styðja ei órétt.
Úr frétt frá 1988 um viðbrögð við hótunum venga hvalveiða: "Kristján sagði, að allar fréttir um viðskiptatap í Þýzkalandi og Bandaríkjunum væru málum blandnar. Það yrði að skoða þessi mál í ró og næði, en láta ekki stigmagnandi sögusagnir knýja sig til hæpinnar ákvarðanatöku. Í flestum tilfellum vantaði áþreifanlega staðfestingu á því að mótmæli friðunarsinna hefðu hamlað viðskiptum. Ýmsar fullyrðingar þess efnis væru í fjölmiðlum, en til dæmis hefði hann hvergi rekizt á það í öllu fréttaflóðinu að fyrir lægi skjalfest staðfesting frá Long John Silver´s því til sönnunar að þrýstingur friðarsinna hefði gert að engu samninga við Iceland Seafood á þessum ársfjórðungi. Flestar þessar fréttir um áhrifamátt Greenpeace væru komnar frá þeim sjálfum."
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=122111&pageId=1691028&lang=is&q=vegna%20hvalvei%F0a%20%EDslendinga
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.9.2015 kl. 13:28
@Tómas Þakka þér fyrir þetta. Það er (að mínu mati) auðvitað nauðsynlegt að fella viðskiptabannið niður. Hvort að þörf sé á að meirihlutinn segi af sér í heild sinni er önnur saga.
En það væri vel viðeigandi að senda afsökunarbeiðni til Ísraelsku þjóðarinnar.
@Bjarni Gunnlaugur. Þakka þér fyrir þetta. Að sjálfsögðu tala ég aðeins fyrir sjálfan mig, en ekki sjálfstæðismenn, enda ekki flokksbundinn (þó að ég hafi í eina tíð verið það).
En brauðfæturnar eru ekki undir sjálfstæðismönnum, alla vegna ekki frá mínum bæjardyrum séð.
Þær eru undir Degi og meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna. Það er jú meirihlutinn sem er að gefast upp oh vill draga samþykkt sína til baka, eða viðskiptabannið.
Það er auðvitað ekki að undra, en svo illa að málinu staðið og undirbyggingu þess, að undrum sætir.
En andstaða mín við það er ekki byggð á viðskiptalegum forsendum (þó vissulega séu þær til staðar), það er engin ástæða til þess að láta undan viðskiptaþvingunum, ef málstaðurinn er góður.
En málstaður meirihluta borgarstjórnar er ekki góður að mínu mati, og illa undirbúið mál og flausturslegar samþykktir bæta hann ekki.
Persónulega lít ég ekki á sjálfan mig sem eindreginn stuðningsmann neins af deiluaðilum, og ýmislegt má setja út á framgöngu Ísraelsmanna.
En ef ég yrði neyddur til að velja, myndi ég í ávalt velja Ísrael fram fyrir það að styðja samtök eins og Hamas eða Hezbollah.
Gamla máltækið segir "segðu mér hverjir vinir þínir eru og ég segi þér hver þú ert", eða einhvern veginn á þann veg.
Helstu stuðningsaðilar Hamas eru líklega í dag, Quatar, Tyrkland, Iran, Samfylkingin, Vinstri grænir og borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík.
Ég hef ekki áhuga á því að tilheyra slíkum hóp.
Mæli með því að þú skoðir hvernig mannréttindamálum er komið undir stjórn Hamas.
G. Tómas Gunnarsson, 21.9.2015 kl. 16:27
Zionisminn er orsök Hamas er afleiðing, Palestínumenn eru fórnarlömb beggja!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.9.2015 kl. 17:33
@Bjarni Gunnlaugur Þakka þér fyrir þetta. Persónulega tel ég þess fullyrðingu þína ranga. En ég hef hvorki tíma né nennu til að fara í langa ritdeilu um orsakir vandræðanna á milli þessara fylkinga.
Hamas var ekki stofnað fyrr en stuttu fyrir 1990, ef ég man rétt. Einmitt þegar segja má að heldur friðvænlegra útlit hafi verið fyrir svæðið.
Samtökin eru sprottin úr islömskum fundamentalisma og má ef til vill fyrst og fremst segja að þau séu hópur þeirra sem vill ekki frið og þeirra markmið sé að afmá Ísrael.
Samtökin gengu á milli bols of höfuðs á Fatah á Gazasvæðinu í vopnuðum átökum.
Síðan er ekki hægt að segja að kosningar hafi verið haldnar.
Hamas hefur frá upphafi byggst á hryðjuverkum og hafa haldið þeim áfram.
Það þarf heldur ekki að líta lengra en til þeirra helsta stuðningsaðila í gegnum tíðina, Iran, til að vilja lítið með slík samtök að gera.
Líklega þurfa palestínumenn að "taka til í eigin húsi", eigi þar að eygja von um friðsamlega framtíð.
G. Tómas Gunnarsson, 22.9.2015 kl. 04:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.