Lega Íslands hefur ekki breyst

Þegar Bandaríkjamenn ákváðu að ekki væri þörf fyrir varnarlið í Keflavík var sú skoðun ríkjandi að friður ríkti í Evrópu og fátt ef nokkuð benti til þess að á því yrði breyting um fyrirsjáanlega framtíð.

Nú er það mat breytt.

Nú horfir ófriðlegar í Evrópu en um langa hríð.

Rússland hefur breytt landamærum sínum með vopnavaldi, og stendur í hernaði í nágrannaríki.

Nágrannaríki þeirra þola sívaxandi ögranir og eru flest að auka viðbúnað sinn. Þjóðir eins og Svíar vilja efla her sinn og Finnar velta því fyrir sér jarðsprengjubeltum á landamærum sínum.

Það sem hefur ekki breyst er lega Íslands og sú staðreynd að varnir NATO ríkja byggja í ríkum mæli á því að flytja herafla og vopn yfir N-Atlantshaf.

Hafsvæðið á milli Grænland, Íslands og Noregs hefur ekki misst neitt af hernaðarlegu mikilvægi sínu.

Það þarf því engum að koma á óvart að uppi séu vangaveltur um staðsetningu varnarliðs á Keflavíkurflugvelli.

Slíkt er undir slíkum kringumstæðum sem nú eru, fagnaðarefni.

 

 


mbl.is Staðsetning Íslands mikilvæg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband