Feluleikurinn með sóknargjöld heldur áfram

Þó að vissulega megi halda því fram að sannleikurinn komi fram í þessari frétt um sóknargjöld, virðist þó svo sem að ríkisstjórnin reyni að halda áfram feluleiknum um sóknargjöld.

Tvær setningar í fréttinni skipta þó mestu máli, annars vegar:

"Hækk­un sókn­ar­gjalda er rök­studd með fyrri niður­skurði sem hafi verið um­fram meðaltal til annarra rík­is­stofn­ana."

Og hins vegar:

"Sókn­ar­gjöld renna úr rík­is­sjóði til trú- og lífs­skoðun­ar­fé­laga."

Þessi framsetning í fréttinni bendir til þess að litið sé á trúfélög sem ríkisstofnanir, og hinsveger er viðurkenning á því að sóknargjöld séu ekki félagsgjöld, heldur framlag frá ríkinu til trúfélaga.

Auðvitað skiptir slíkt meginmáli.

Sóknargjöld ættu að vera innheimt af sóknum, af þeim sem vilja vera félagsmenn í slíkum félagsskap.

Að flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur alla jafna viljað kenna sig við frelsi einstaklingsins, skuli standa fyrir því að allir greiði jafnt, hvort sem þeir tilheyra trúfélögum eður ei, sýnir að flokkurinn stendur ekki vörð um hugsjónir sínar.

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að flokkur sem ekki stendur betur vörð um grunnhugsjónir sínar tapi fylgi, ekki síst á meða yngra fólks, sem hefur í æ minna mæli áhuga á trú og trúfélögum.

 


mbl.is Sóknargjöld hækka um tæp 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband