4.5.2007 | 05:18
Jafnaðarmenn, bankar, Össur og Chavez
Hún getur verið býsna merkileg sú árátta Íslenskra stjórnmálamanna að tengja sig við erlenda sigurvegara. Telja þá samherja sína, telja sigur þeirra hafa þýðingu í Íslenskum stjórnmálum.
Það er líka merkileg árátta "jafnaðarmanna" víða um lönd að telja það vænlegt á atkvæðaveiðum að ráðast að bankastofnunum, telja þá vera höfuðandstæðinga "jöfnuðarins". Í því sambandi er auðvitað skemmst að minnast ummæla Ögmundar Jónassonar um "silkifataliðið" sem geta varla verið skilin á annan veg heldur en hann teldi enga eftisjá, þó að það hyrfi úr landi. En það eru fleiri Íslenskir stjórnmálamenn sem kenna sig við jöfnuð, og virðast horfa aðdáunaraugum á skringilega staði, og hafa sömuleiðis horn í síðu bankanna.
"Það eru mikil tíðindi að gerast í og við Suður-Ameríku, álfu hjarta míns. Daníel Ortega vann um daginn sigur í forsetakosningunum í Níkaragva, byltingarhetjan og verkalýðsforinginn Lúla var nýlega endurkjörinn í Brasilíu, Evó Mórales vann í Bólivíu og strigakjafturinn með stálhnefana, Hugó Chavez, stýrir Venesúelu.
Þarmeð má segja að við jafnaðarmenn séum búnir meira og minna að leggja undir okkur Suður-Ameríku. "
Össur Skarphéðinsson, 28. nóvember 2006
"... og guð forði bönkunum frá því að gera annaðhvort mig eða Jóhönnu Sigurðardóttur að arftaka Árna Matt."
Össur Skarphéðinsson 17. febrúar 2007
"Private banks have to give priority to financing the industrial sectors of Venezuela at low cost. If banks don't agree with this, it's better that they go, that they turn over the banks to me, that we nationalize them and get all the banks to work for the development of the country and not to speculate and produce huge profits."
Hugo Chavez 4. maí 2007
Chavez hótar að þjóðnýta banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.