Höfðingleg gjöf

Það er engin leið að segja annað en að gjöf Íslenskrar erfðagreiningar á jáeindaskanna sé höfðingleg.

Líklega er þetta með stærstu gjöfum einkaaðilia til Íslensk heilbrigðiskerfis, ef ekki sú stærsta, í það minnst þegar fjallað er um einstaka gjöf.

Það er óskandi að önnur fyrirtæki sem njóta mikils hagnaðar fylgi þessu fordæmi, þó í minnu verði.

En þó að það sé ekki alfarið sanngjarnt að draga "banka allra landsmanna" inn í þessa umræðu, er það heldur ekki alfarið út í hött.

Upphæðin sem umræddur jáeindaskanni og höfðingleg gjöf Íslenskrar erfðagreiningar kostar, er ef ég man rétt heldur lægri en verð lóðar þeirra sem bankinn hyggst reisa höfuðstöðvar sínar á.

En auðvitað "skuldar" bankinn Íslendingum ekki neitt. Hann er jú í eigu þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við þetta er litlu að bæta nema ef til vil ættum við að voga að ávarpa forstjóra ÍE þegar við hittum hann á förnum vegi og segja

Takk Kári

Grímur (IP-tala skráð) 15.8.2015 kl. 23:14

2 identicon

Frábært alveg frábært nú verður kannski hægt að greina krabbamein aðeins firr en áður.þá verður líka strax byrjað a því að pumpa i þig stórhættulegum lyfjum mer finnst þetta frekar vera einhver konar hefndar gjöf

https://www.youtube.com/watch?v=uX8saD8fATw

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 16.8.2015 kl. 00:54

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

 @Grímur  Þakka þér fyrir þetta.

@Helgi. Þakka þér fyrir þetta. Ég skil ekki alveg hvert þú ert að fara. Viltu sem sé mein að það sé böl hið mesta ef krabbamein finnst fyrr, og lyfjameðferð hefjist í kjölfarið?

Ert þú algerlega á móti því að nota lyf gegn krabbameini?

Nú hef ég yfirleitt heyrt að því fyrr sem greiningin sé til staðar, því meiri séu batalíkurnar.

G. Tómas Gunnarsson, 16.8.2015 kl. 10:04

4 identicon

Deepak Chopra sem er lærður i chemotherapy segir að það versta sem getur komið firrir er ef krabbameinið finnst út af því að þá er strax raðist i að drepa þig hann segir að krabbamein komi og fari ef þú veist ekki af því.hann sagði neindar ekki drepa þig hann for miklu finna i það en merkingin er sú sama

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 16.8.2015 kl. 12:11

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Helgi, Þakka þér fyrir þetta. Ekki þekki ég Deepak Chopra, né kenningar hans. Hef líklega hvorki tíma né áhuga á því að stúdera þær ítarlega.

Þó er líklega ljóst að margir deyja af völdum krabbameins, án þess að hafa fengið lækningu við því.

En eftir því sem ég best veit, er enginn neyddur í meðferð við krabbameini, heldur hefur hver og einn val.

Sumir hafna meðferð. Ég hef ekki heyrt um að almennt hafi þeir meiri lífslíkur.

G. Tómas Gunnarsson, 16.8.2015 kl. 12:37

6 identicon

Sæll G. Tómas það er orðið þannig núna að ef þú ert undir lögaldri hefur þú eða foreldrar þinir ekkert val þú ert neyddur i meðferð .ef þú ert yfir lögaldri þá er reynt að hræða úr þér liftoruna og það liggur þessi oskub a að setja þig i meðferð.konan mín fékk krabbamein og hafnaði kimo og lyfjameðferð þá var henni neitað prufum og þessháttar hún er núna laus við krabbann og hefur hárið og var að mestu laus við alla vanliðan.Tómas minn ekki skaltu trúa einu orði sem kemur úr fjölmiðlum

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 16.8.2015 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband