Þaulsætnir "frelsarar"

Það hefur verið nokkuð merkilegt að lesa fréttir tengdar þessum atburðum í Eistlandi.  Fáir sem þær skrifa virðast hafa haft fyrir því að grafast mikið fyrir um sögu þjóðarinnar, eða hver er grunnurinn að þessum óeirðum.

Rangfærslur eru ýmsar (ekki verið að tala um þessa frétt) , einna algengast virðist sem að fjölmiðlamenn taki gildar þær útskýringar sem Rússar/Sovétmenn hafa fram að færa.

Eistlendingar fengu ekki sjálfstæði frá Sovétríkjunum árið 1991 (eins og lesa má í þessari frétt), sjálfstæði fengu þeir árið 1918, hernámi Sovétríkjanna í Eistlandi, sem hófst árið 1940,  lauk hins vegar árið 1991 og endurheimtu Eistlendingar þá  frelsi sitt.

Það verður að teljast eðlilegt að sjálfstæð þjóð vilji fjarlægja minnismerki, sem þó að það hafi verið reist til minningar um frelsun Eistlands frá nazistum, stendur fyrir niðurlægingarskeið í sögu þjóðarinnar, enda fylgdi þeirri "frelsun" ekkert frelsi, heldur ógnarstjórn þar sem tug eða hundruðir þúsunda þegnanna ýmist flúði land, eða var fluttur nauðungarflutningum til Síberíu.  Þeir sem eftir voru bjuggu við einræði og frelsiskerðingu.

Það er svo rétt að það komi fram að það er ekki meiningin að eyðileggja minnismerkið eða skemma á einn eða neinn hátt, heldur verður það flutt (og líkamsleifar, ef einhverjar finnast) í herkirkjugarð stutt fyrir utan Tallinn.

Þeir Eistlendingar sem mest hafa sig í frammi í þessum mótmælum virðast svo flestir tilheyra Rússneska minnihlutanum í landinu, en Sovétmenn flutti til landsins fjölda fólks frá Sovétríkjunum til að vinna gegn þjóðerniskennd fólksins og "samhæfa" landið Sovétríkjunum.  Hugsjónirnar virðast þó ekki rista mjög djúpt hjá stórum hópi þessa fólks, því mótmælin hafa á köflum leysts upp í rán og gripdeildir.

Það er ekki að efa að þessi atburður á eftir að hafa langvarandi áhrif í Eistlandi, samskipti "Rússneska" minnihlutahópsins og "Eistlendinga" (hér vantar mig að koma vel orðum að mismuninum, enda flestir "Rússana" Eistlendingar, fæddir þar og uppaldir) hafa oft á tíðum verið erfið, en ég held að seint muni gróa yfir þetta og "innfæddir" ekki reiðubúnir til að fyrirgefa og öfugt.

En Rússar virðast ganga fram með vaxandi hroka gegn þjóðum Austur Evrópu, það var enda ekki síst vegna ótta við þennan stóra og öfluga nágranna sem Eistland og önnur lönd í Austur Evróu lögðu svo mikla áherslu á að ganga í Evrópusambandið og NATO.

Mæli með þessari síðu fyrir þá sem hafa áhuga fyrir því að kynna sér stuttlega sögu Eistlands.


mbl.is Áframhaldandi óeirðir í Tallinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

"Það er ekki að efa að þessi atburður á eftir að hafa langvarandi áhrif í Eistlandi"... Þetta er einungis toppurinn á ísjakanum. Undanfarin ár hefur rasismi gagnvart rússnenska minnihlutanum stóraukist. Ég er hræddur um að Eistnesk stjórnvöld muni ekki ráða við ástandið ef Eistnesku þjóðernissinnarnir munu mæta rússunum einhverja nóttina. Það er alla vega ljóst að lögreglan má sín lítils gagnvart margnum.

Það gleymist í allri umræðunni að rússarnir sem búa í Eistlandi voru fluttir þangað án sín vilja. Fólk var sent þangað og bjó þar alla sína ævi, missti meira og minna öll tengsl við ættmenni sín og afkomendur þeirra eiga ekkert annað heimili í dag og margir hverjir eru ekki einu sinni Eistneskir ríkisborgarar, því Eistnesk stjórnvöld voru svo forskömmuð að meina þeim sem ekki greiddu atkvæði með sjálfstæði Eistlands fengu ekki ríkisborgararétt og þau gerðu rússunum mjög erfitt að fá þau síðar. Það er ekki nema fyrir um c.a. 3 árum að kröfurnar voru einfaldaðar.

Við megum samt ekki gleyma Eistunum... sem og Litháum og Lettum hafa ekki tekið þátt í 9. maí hátíðahöldunum (til að fagna endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar). Því í þeirra huga lauk seinni heimstyrjöldinni ekki fyrr en árið 1991... En þá voru þau ekki lengur hernumdar þjóðir.

Hallgrímur Egilsson, 28.4.2007 kl. 09:38

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég myndi ekki taka svo sterkt til orða að "rasismi" hafi stóraukist gegn Rússneska minnihlutanum.

Það er heldur ekki rétt að Rússarnir hafi almennt verið fluttir nauðugir til Eistlands.  Eitthvað var um nauðungarvinnu á "Stalínstímanum", en annar var það eftirsótt á "Sovéttímabilinu að flytja til Eistlands.  Ástandið þar var enda  skárra en víðast í Sovétríkjunum, meiri tengsl við umheiminn (eins og oft í hafnarborgum) og hægt að horfa á Finnskt sjónvarp. 

Sovétið vildi sömuleiðis yfirleitt flytja þangað "áreiðanlegt" fólk og margir af "Rússunum" röðuðu sér í efri "lög" samfélagsins.

En það er alveg rétt að Eislendingar voru með ákaflega ströng skilyrði í upphafi, og þó að megi virða þeim kringumstæðurnar til vorkunnar, þá urðu þeir auðvitað að slaka á þeim.

Hitt er svo líka að "Rússarnir" ákváðu að vera um kjurt, þó að þeir hefðu ríkisborgararétt í Sovétríkjunum, enda erfitt að "rífa" sig upp og ástandið í Eistlandi mun betra heldur en "þverskurðinum" af Sovétinu.  En það er að sjálfsögðu ekki í þessu, frekar en flestu öðru einungis við annan hópinn að sakast.

Það að vera "partur af" hermámsliði skapar eðlilega heldur ekki mikla velvild og einnig sú staðreynd að þó nokkur hópur "Rússanna" barðis hart gegn sjálfstæði landsins.

En ég ítreka það að það er ekki verið að eyðileggja þetta minnismerki, heldur verið að flytja það í herkirkjugarð, sem er að mörgu leyti mun meira viðeigandi staður.

Það er heldur ekki rétt að þeim sem ekki greiddu atkvæði með sjálfstæði hafi verið refsað, enda voru þær kosningar leynilegar. 

The Estonian referendum allowed the participation for all individuals above the age of

18 who were in the possession of a valid registration (propiska) and who were not

members of the army, border guards, interior ministry or railway troops. Consequently,

almost all inhabitants of the ESSR could cast their vote. The question was put in both

Estonian and Russian: whether or not the reinstatement of the (interwar) Estonian Republic

would be approved.672 Voter participation was a high 82.9% of an eligible

1,114,000, of whom 77.8% voted ‘yes’. Therefore, a high number of non-Estonians

supported Estonian independence, too.

 

G. Tómas Gunnarsson, 28.4.2007 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband