Guð, eyðing jarðar og Sarkozy

Þessi er einfaldlega of góður til að "stela" honum ekki.  En eftirfarandi brandari er fengin að láni frá Vefþjóðviljanum.  Í Frönskum stjórnmálum er ekkert eins og það sýnist.

"Í byrjun vikunnar kallaði Guð þá George Bush, Vladimir Putin og Jacques Chirac á sinn fund. Ástæða fundarins var að tilkynna þeim að hann hygðist eyða jörðinni fyrir helgina. Að þessum fundi loknum fór Bush til síns heima og ávarpaði þjóð sína með þessum orðum: Ég hef góðar fréttir og slæmar fréttir. Góðu fréttirnar eru þær að Guð er til. Slæmu fréttirnar eru þær að hann ætlar að eyða jörðinni fyrir helgina. Vladimir Putin ávarpaði einnig þjóð sína og sagði: Ég hef tvær slæmar fréttir að færa. Sú fyrri er að Guð er til og sú seinni er að hann ætlar að eyða jörðinni fyrir helgi. Jacques Chirac fór einnig til síns heima og ávarpaði þjóð sína með þessum orðum: Ég hef tvær góðar fréttir að færa. Sú fyrri er að ég var einn evrópskra þjóðarleiðtoga boðaður á fund Guðs með Bush og Putin, en sú seinni er að Nicolas Sarkozy verður ekki kjörinn forseti Frakklands."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband