Þarna sést það svart á hvítu..

Mikið hefur verið rætt um "útrásina" undanfarin misseri.  Oft hef ég heyrt menn tala eins og þetta skipti hinn almenna íslending litlu eða engu máli.  Þetta séu "auðmenn landsins" að "leika" sér í útlöndum og þetta skili sér ekki heim.

Þessi frétt af mbl.is, sýnir það hins vegar svart á hvítu, hvaða máli "útrásin" skiptir fyrir efnahag landsins, og mun skipta æ meira máli á komandi árum, þó að það skipti vissulega miklu hvernig til tekst með fjárfestingar.

Það hefði líklega ekki hljómað ýkja líklegt fyrir t.d. 20 árum síðan, árið 1986 ef einhver hefði sagt að því sem næst jafn stór hluti gjaldeyristekna íslendinga kæmi frá fjárfestingum erlendis og lánveitingum erlendis og af fiskveiðum, en svona hljóma samt tíðindin árið 2006.

Þetta sýnir auðvitað svart á hvítu hvað frelsi í viðskiptum og öflugt atvinnulíf skilar þjóðarbúinu, sömuleiðis að hagsmunir atvinnulífsins og almennings eiga oftar en ekki samleið. 


mbl.is Fjármagnstekjur um fjórðungur gjaldeyristekna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband