Eurot in Hell-as

Enn og aftur leika logarnir um euroið og Grikkland og raunar má sjá reyk og litla loga víða á mörkuðum.

Og Gríska tragedían heldur áfram, með óvæntum innkomum og átökum.

Nú er svo komið að gjaldmiðilshöft (sem er mikið strangari aðgerðir en gjaldeyrishöft) eru komin á í Grikklandi, bankar þar verða lokaðir út vikuna og boðað hefur verið til þjóðaratkvæðagreiðslu um "málamiðlun", sem hreint er ekki ljóst hvort að er "á borðinu" enn og standi Grísku þjóðinni til boða.

Ekki er ljóst að þegar ég skrifa þetta, hvernig orðalagið á að vera á kjörseðlinum.

Raunveruleikinn á það til að verða ótrúlegri en nokkur skáldskapur.

Þó að ómögulegt sé að spá um niðurstöðuna úr fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu, eða að vita hvort hún stenst Gríska stjórnarskrá, þykir mér líklegra en ekki að Grískur almenningur muni sætta sig við ok troikunnar og eurosins.

Atkvæði inn í óvissuna þykir mér ólíklegra, ekki síst þegar atkvæðagreiðslan fer fram undir skugga gjaldmiðilshafta og lokaðra banka.

En þó er ekki útilokað að Grikkir telji sig eiga engu að tapa - nema euroinu, og raunar mjög líklegt að stór hópur þeirra hugsi nákvæmlega svo, en tæplega meirihlutinn.

Hvað gerist þá?

Það veit enginn, ekki er ólíklegt að stjórn Tsipras muni þá hrökklast frá völdum og ný stjórn, ef til vill undir stjórn utanþingsmanns, eins og síðast þegar talað var um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi. Sú ríkisstjórn ætti síðan enga kosti aðra en að ganga að öllum kröfum Troikunnar, enda slíkt þá vilji almennings, til að halda euroinu.

En þó að flestir geri sér grein fyrir því að upptaka Grikkja á euroi hafi verið mistök, og æ fleiri séu þeirrar skoðunar að euroið sjálft (með þeirri uppbyggingu sem það hefur) hafi verið risastór mistök, breytir það því ekki að gríðarleg vandkvæði eru að yfirgefa slíkt myntsamstarf eða brjóta það upp.

Við góð skilyrði, og í góðu samstarfi gæti slíkt gengið nokkuð vel. En fyrir stórskuldugt ríki, með atvinnuleysi í hæstu hæðum, þar sem Seðlabanki "þess" er næstum að fullu í eigu lánadrottna þess og bróðurpartur lána eru pólítísks eðlis, er næsta víst að slíkt verður "katastrófískt" - til skemmri tíma litið.

Enn og aftur - í slíka aðstöðu er auðveldara að koma sér í en úr.

P.S. Eurot er ein af beygingarmyndum euros á Finnsku og Eistnesku.

 


mbl.is Grískir bankar lokaðir alla vikuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband