Til hamingju

Ég vil auðvitað byrja á því að óska Samfylkingunni til hamingju með hve vel þeim hefur tekist að ná valdi á fjármálunum, þrátt fyrir erfitt efnahagsástand (að þeirra mati). 

Það er gott að fyrirtæki og einstaklingar á Íslandi hafa getað gaukað einhverju að flokknum, þrátt fyrir erfið ytri skilyrði sem þeim hafa verið búin á undanförnum árum, á því sést að hugsjónir eru ekki dauðar.

En þó að sundurliðað bókhald Samfylkingarinnar liggi sjálfsagt opið fyrir öllum þeim sem um sig kæra að glugga í það, verð ég viðurkenna að mér liggur það nokk í léttu rúmi hvaða fyrirtæki eða einstaklingar hafa gaukað að flokknum fé, það er þeirra mál.

Hitt hefði ég mikinn áhuga á að vita, bæði hvað varðar Samfylkinguna og aðra flokka, og þætti fengur í því ef fjölmiðlamenn tækju upp þá spurningu fyrir mig:

Hvað er hlutfall framlaga frá einstaklingum og fyrirtækjum til Samfylkingarinnar á móti framlögum ríkisins?

Ég held og vona að ég sé ekki einn um það að hafa áhyggjur af sívaxandi fjáraustri hins opinbera til stjórnmálaflokka.


mbl.is Afgangur af rekstri Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband