14.4.2007 | 13:15
Til hamingju
Ég vil auðvitað byrja á því að óska Samfylkingunni til hamingju með hve vel þeim hefur tekist að ná valdi á fjármálunum, þrátt fyrir erfitt efnahagsástand (að þeirra mati).
Það er gott að fyrirtæki og einstaklingar á Íslandi hafa getað gaukað einhverju að flokknum, þrátt fyrir erfið ytri skilyrði sem þeim hafa verið búin á undanförnum árum, á því sést að hugsjónir eru ekki dauðar.
En þó að sundurliðað bókhald Samfylkingarinnar liggi sjálfsagt opið fyrir öllum þeim sem um sig kæra að glugga í það, verð ég viðurkenna að mér liggur það nokk í léttu rúmi hvaða fyrirtæki eða einstaklingar hafa gaukað að flokknum fé, það er þeirra mál.
Hitt hefði ég mikinn áhuga á að vita, bæði hvað varðar Samfylkinguna og aðra flokka, og þætti fengur í því ef fjölmiðlamenn tækju upp þá spurningu fyrir mig:
Hvað er hlutfall framlaga frá einstaklingum og fyrirtækjum til Samfylkingarinnar á móti framlögum ríkisins?
Ég held og vona að ég sé ekki einn um það að hafa áhyggjur af sívaxandi fjáraustri hins opinbera til stjórnmálaflokka.
Afgangur af rekstri Samfylkingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Viðskipti | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.