Írar halda þjóðaratkvæðagreiðslu - en er það rökrétt?

Þó að upp að vissu marki megi taka hattinn ofan af fyrir Írum að halda þessa þjóðaratkvæðagreiðslu, er það að ýmsu leiti skrýtið og ef til vill órökrétt, eða hvað?

Það kemur fram komið fram að flestir stjórnmálaflokkar (alla vegna á þinginu) hvetji til þess að hjónabönd samkynhneigðra verði samþykkt, þannig að hægt hefði verið að snara þessu í gegn á þinginu, líklega án teljandi vandkvæða.

Og stóra spurning er, er rökrétt að halda atkvæðagreiðslu, þar sem meirihlutinn getur ákveðið að neita minnihluthóp um ákveðin réttindi?

Er það ekki oft talið eitt af megintilgangi stjórnarskrár að tryggja að slíkt gerist ekki?

Að mínu mati ætti það vissulega að vera óþarfi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu á Írlandi, en það kann þó að vera nauðsynlegt, til að "höggva á hnútinn" og að skýr vilji kjósenda komi fram.

En eftir situr alltaf spurningin um hvort að rökrétt sé að opið sé fyrir að minnihluti sé kúgaður með þessum hætti.

Aðrar spurningar sem vakna, eru til dæmis hvers vegna í ósköpunum ríkisvaldið er yfirleitt að skipta sér af hlutum eins og hjónaböndum og trúarbrögðum?

Er það ekki einfaldlega óþarfi í dag?

Er ekki eðlilegast að hver hagi slíku eftir eigin óskum og ríkivaldið eigi einfaldlega að tryggja að allir hafi sama rétt, gagnvart hinu sama ríkisvaldi?

Sem aftur leiðir hugann að því að fyrir ekki svo löngu, samþykkti meirihluti þátttakenda í skoðanakönnun (ráðgefandi þjóðaratkvæði) á Íslandi að ríkisvaldið ætti að gefa einu trúfélagi forréttindi og stuðning umfram önnur.

Meirihlutinn í þeirri könnun (þó að þátttakan hafi verið frekar döpur) vildi binda forréttindi í stjórnarskrá.

En aftur að upphaflega málefninu, við skulum vona að meirihlutinn á Írlandi kjósi að hætta að nota ríkisvaldið til að neita minnihlutahópi um sjálfsögð réttindi.

 


mbl.is Kjörsóknin góð á Írlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Í mínum augum er fólk annaðhvort"GUÐS-megin"/hvítu megin

á skákborði lífsins eða í sódómu-lífinu/svörtu-megin:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1356315/

Jón Þórhallsson, 23.5.2015 kl. 17:42

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég fagna því ákaflega að vera ekki í "þínu liði", því þeir sem líta yfir veröldina og sjá aðeins svart og hvítt, eru ekki eftirsóknarverðir félagar eða skoðanasystkin.

G. Tómas Gunnarsson, 3.6.2015 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband