12.4.2007 | 04:10
Af kosningafundum - Stöð 2 að gera mun betur en RUV
Ég hef verið að rembast við að horfa á kosningafundina sem sjónvarpsstöðvarnar bjóða upp á af miklum myndarskap á netinu.
Ég get nú ekki sagt að mér finnist neinn hafa unnið mikla sigra þar og að sama skapi hafa ósigrarnir ekki verið stórir. Stjórnmálaforingjarnir hafa komist þokkalega frá sínu, engin stór afglöp hafa litið dagsins ljós og engum sérstaklega stórum trompum spilað út.
Það fara líklega allir heldur varlega, enda oft verið sagt að nær engin leið sé að vinna kosningar á fundum sem þessum, en auðveldlega hægt að tapa þeim.
Ég verð þó að segja að mér finnst þættir Stöðvar 2 koma mun betur út. Ekki það að spyrlar á báðum stöðum standa sig ágætlega, þó að vinningurinn fari frekar í átt til Stöðvar 2. Það sem dregur RUV fundina fyrst og fremst niður að mínu mati er hið mislukkaða "borgarafundsform".
Það er ámátlegt að horfa upp á frambjóðendurnur og einhverjar "plöntur" flokkanna stand þar upp og vera með fyrirspurnir. Það var líka ámátlegt í RUV þættinum að sjá labbað um á Selfossi vegfarendur spurðir þar um landbúnaðarmál. Er það sérmál Selffyssinga?
Trompið hjá Stöð 2 er svo líklega Egill, hann nær því sem næst alltaf að búa til skemmtilegar umræður og er oft býsna lunkinn að koma með nýja fleti og sjónarhorn.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Sjónvarp | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.