20.5.2015 | 12:39
Staða sem er auðveldara í að komast en úr
Staða Grikklands er afleit, því neitar enginn.
Gríski harmleikurinn heldur áfram þó að allir séu búnir að missa tölu á hvað margir þættir hafa verið leiknir. Að því leiti til minnir atburðarásin næstum á óendanlega sápuóperu og ef til vill eru allir að leita að "leiðarljósi" út úr völundarhúsinu.
En það virðist ekki skína.
Grikkland hrekst undan viku eftir viku, skrapar saman fé og tekst að forðast greiðsluþrot, eina viku, eftir aðra.
Nú er talað um 5. júni sem "úrslitadaginn", en sá hefur átt marga undanfara. Allt eins víst er að þjáningar Grikkja dragist enn frekar á langinn.
Það er því ekki að undra að margir (beggja vegna borðsins) séu farnir harma þann dag þegar Grikkland gerðist aðili að Eurosvæðinu.
En eins og oft áður er auðveldara að koma sér í klípu, en komast úr henni.
Því þó að það hafi líklega verið vitleysa af Grikkjum að taka upp euro, þýðir það ekki að það sé auðvelt, eða leysi vandann að taka upp aðra mynt eða snúa baka til drökhmunar.
Vandamál hverfa ekki við myntbreytingu.
Það er líka mun auðveldara að taka upp aðra mynt þegar aðstæður eru hagfelldar. Allir eru starfa saman og vinna að upptöku hinnar nýju myntar.
Annað er upp á teningnum þegar skuldir hafa rokið upp úr öllu valdi, yfirseðlabanki myntsvæðisins starfar að mestu leyti gegn landinu og í þágu stærstu kröfuhafa, atvinnuleysi er í hæstu hæðum og innviðir samfélagsins grotnaðir og/eða í lamasessi.
Ríkiskassinn eru næsta tómur og innheimtumennirnir eru allt um kring.
Leiðin inn var auðveld og lífið ljúft að meðan euroið skapaði falskt lánstraust.
En leiðin út?
Betur borgið utan evrusvæðisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt 21.5.2015 kl. 05:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.