Kjarabarátta hverra, gegn hverjum,

Ég hef nú ekki haft tíma til að fylgjast náið með fréttum af kjaraviðræðum á Íslandi, en hef þó gripið all margar fréttir.

Fréttirnar eru ekki góðar, en að sama skapi finnst mér þær gjarna lítt skiljanlegar.

Ég er afskaplega litlu nær um hvað er deilt, nema jú auðvitað kaup og kjör.

Fréttir af lélegri þátttöku í atkvæðagreiðslum (t.d. hjá VR) þar sem í raun mjög lítill hluti félagsmanna greiðir atkvæði með verkfallsboðun, vekur einnig athygli.

Að sjálfsögðu ræður meirihluti þeirra sem atkvæði greiða niðustöðum, en þátttakan er engu að síður sláandi.

Það væri sömuleiðis fróðlegt að vita hve stór hópur félagsmanna í VR fær greidd laun samkvæmt kjarasamningum? Er það mikið hærra hlutfall en greiddi atkvæði með verkfalli?

Alla vegna var það svo á þeim árum sem ég var félagi í VR, að mesta áherslan var lögð á svokölluð launaviðtöl og þeir voru ekki margir sem ég þekkti sem fengu útborgað eftir töxtum.

Og eins og hefur komið fram víða, eiga lífeyrisjóðir orðið býsna stóra hluti í mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins, jafnvel það sem kalla mætti ráðandi.

Þar á meðal eru tvær af stærstu smásölukeðjum landsins, en oft hefur því verið haldið fram að þar séu greidd hvað lægstu launin, þó að ég ætli ekki að slá því föstu.

En er þá verkalýðsfélag eins og VR, ekki hvað síst að fara í verkfall til þess að hækka launataxta starfsfólks hjá fyrirtækjum sem eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða?

Og stöðva um leið starfsemi, og jafnvel valda rekstrarerfiðleikum, hjá miklum fjölda smærri fyrirtækja sem borga starfsfólki sínu mun hærri laun en taxtar segja til um?

Það er ef til vill ekki að undra að betur gangi út á landi (sérstaklega ef marka má fréttir frá Húsavík og í Vestmannaeyjum) þar sem nálægðin er meiri og skilningur á milli verkalýðsforkólfa og atvinnurekenda sterkari.

Því auðvitað ætti það ekki að vera markmið að hegna þeim fyrirtækjum sem þegar borga góð laun.

Til lengri tíma litið flyst fólk frá fyrirtækjum sem borga léleg laun til þeirra sem borga betur, ekki síst ef þau síðarnefndu standa betur ef ekki kemur til vinnustöðvunar hjá þeim.

Þannig vinna allir.

 


mbl.is SA breyttu tilboðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur K Zophoníasson

Virkilega gott innlegg í umræðuna, G. Tómas Gunnarsson.

Guðmundur K Zophoníasson, 20.5.2015 kl. 13:47

2 identicon

"Til lengri tíma litið flyst fólk frá fyrirtækjum sem borga léleg laun til þeirra sem borga betur, ekki síst ef þau síðarnefndu standa betur ef ekki kemur til vinnustöðvunar hjá þeim."

Þetta hljómar eins og hreint eyrnakonfekt! En ég held nú samt, að lífið sé flóknara en þetta. Það væri til bóta, ef fyrirtæki, sem greiða góð laun, eins og þú nefnir, yfirgefi SA og geri samninga við verkalýðsfélögin hvert fyrir sig. Þá verða þau ekki fyrir barðinu á verkfallsvopninu, en fitna og dafna við hverja raun!

Sigurður Oddgeirsson (IP-tala skráð) 20.5.2015 kl. 13:56

3 identicon

"Til lengri tíma litið flyst fólk frá fyrirtækjum sem borga léleg laun til þeirra sem borga betur, ekki síst ef þau síðarnefndu standa betur ef ekki kemur til vinnustöðvunar hjá þeim."

Þetta hljómar eins og hreint eyrnakonfekt! En ég held nú samt, að lífið sé flóknara en þetta. Það væri til bóta, ef fyrirtæki, sem greiða góð laun, eins og þú nefnir, yfirgefi SA og geri samninga við verkalýðsfélögin hvert fyrir sig. Þá verða þau ekki fyrir barðinu á verkfallsvopninu, en fitna og dafna við hverja raun!

Sigurður Oddgeirsson (IP-tala skráð) 20.5.2015 kl. 13:57

4 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Samningur minn er byggður á samningi VR við SA og þegar ég byrjaði fyrir um einu og hálfu ári síðan í núverandi starfi fékk ég væna kauphækkun á við að vera starfsmaður á plani. Síðan þá hef ég hækkað í launum um ca 35 þús. og er í dag millistjórnandi með tekjur sem ég er mjög sáttur með miðað við ábyrgð og reynslu sem á mér hvílir.

Hvað þessa atkvæðagreiðslu varðar þá er 58% manna í VR að skikka mig í verkfall til að fá aðra 35-40 þús hækkun á mín laun skv ítrustu kröfum VR. Kosning sem ég fékk ekki að taka þátt í því ég var ekki á kjörskrá þar sem ég skipti um stéttarfélag fyrir ca mánuði síðan.

Ég stend með þeim sem vilja hækka lágmarsklaun og að hluta til líka með þeim sem eru í millitekjum enda eiga allir skilið að fá sanngjörn laun miðað við menntun, reynslu og ábyrgð í starfi. Hinsvegar er þessi verkfallshrina núna bara óskiljanlegur farsi í mínum huga.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 20.5.2015 kl. 15:34

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Guðmundur  Þakka þér fyrir þetta og innlitið.

@Sigurður Auðvitað er samspil á vinnumarkaði flóknara en þetta, en í grunninn vil ég meina að þetta sé raunveruleikinn.

Og kemur aldrei betur í ljós en þegar atvinnuleysi er lágt og samkeppni um vinnuafl eykst. Þess vegna er lítið atvinnuleysi launþegum svo mikilvægt í öllu tilliti.

Sú er raunin á Íslandi í dag, enda ekki mörg lönd Evrópu með lægra atvinnuleysi.

Við slíkar kringumstæður flytur vinnuafl sig frá þeim fyrirtækjum sem borga illa, til þeirra sem gera betur við sitt fólk. Það eru líka fáir (þó að þeir séu vissulega til) atvinnurekendur sem gera sér ekki grein fyrir kostnaði við að ráða og þjálfa nýtt starfsfólk. Það eru aðeins þeir sem hafa störf sem eru verulega einföld og fljótlærð sem geta leyft sér slíkt.

En slík störf geta líka verið góð fyrir nýliða á vinnumarkaði, sem ella ættu erfitt með að afla sér starfsreynslu.

@Daníel Þakka þér fyrir þitt innlegg. Ég hygg að þín saga sé saga margra. Auðvitað hækka góðir starfsmenn í launum, með aukinni reynslu og ábyrgð. Það er bæði gömul saga og ný og eins og ég sagði áður vita skynsamir atvinnurekendur að þjálfun nýs starfsfólk kostar mikla fjármuni.

Það ber einnig að hafa í huga að einungis um 58% af þeim 29% af þeim félagsmönnum sem greiddu atvkæði, greiddu atkvæði með verfalli. Er það ekki sirka 16 eða 17% af félagsmönnum?

En auðvitað ráða þeir niðurstöðunni sem greiða atkvæði. Það er lýðræði í reynd, þó að grunnurinn til verkfallsboðunar sé ef til vill ekki sterkur.

Ég held að það séu fæstir á móti hækkun lægstu launa, eða hækkun launa almennt. En það er alltaf spurning hvaða aðferð er best til að ná slíku fram.

Og því miður held ég að æ fleiri taki undir orð þín um að verkfallshrinan nú, beri keim af farsa.

En því ekki einum af þeim sem hægt er að hlægja heldur frekar tragískum.

G. Tómas Gunnarsson, 20.5.2015 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband