Raunverulegar mafíur vilja ....

Það er ef til vill ekkert nýtt að reynslumesti þingmaður Pírata setji fram undarlegar skoðanir og alhæfingar, en þessi er líklega með þeim skringilegri.

Vissulega er það svo að þegar aðild að "Sambandinu" er skoðuð er ýmis mál sem þarf að athuga, og aðild fylgja bæði kostir og gallar.

En það hlýtur að þurfa nokkuð sérstakan þankagang til þess að halda því fram að sala á kindakjöti til Rússlands sé ein af veigamestu ástæðum þess að núverandi ríkisstjórn vilji setja punkt aftan við aðildarviðræðurnar.

Hvað þá að það geri Skagafjörð að "Sikiley Íslands".

En auðvitað er það rétt að hagsmunir landbúnaðar og sjávarútvegs er nokkuð sem kemur sterkt upp í umræðuna þegar rætt er um "Sambandsaðild". Alla jafna á "mínushliðinni", en um það eru þó skiptar skoðanir eins og svo margt annað.

En hinir "sönnu mafíósar Sikileyjar", hafa ekki barist á móti "Sambandsaðild", enda fundið þar margar "matarholurnar", ekki síður saðsamar en Skagfirsk haustlömb.

"Raunverulegar mafíur", hafa ekkert móti aðild að "Sambandinu" eða spillingunni innan þess. Þær vilja komast í hana.

 


mbl.is Segir Skagafjörð „Sikiley Íslands“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband