12.5.2015 | 17:53
Uppþotið ofar málefninu?
Það var mikið fjallað og skrifað um skattaundanskot á liðunum vetri og mörg þung orð og jafnvel þyngri ásakanir féllu.
En enn er málið í farvegi og ekkert í hendi.
Á sama tíma hefur komið í ljós að gögn frá HSBC, sem einnig var gert mikið með á sínum tíma gefa ekki ástæðu frekari aðgerða.
Það þýðir auðvitað ekki að Íslendingar hafi ekki svikið undan skatti í gegnum tíðina, eða ekki sé fyllsta ástæða til þess að vera á varðbergi og með flestar klær úti til að afla gagna eins og kostur er.
En ef til vill er á stundum ástæða til að spara "stærstu" orðin og ekki að gera ráð fyrir hinum versta.
En vissulega tekur skrattinn sig yfirleitt vel út á veggnum.
Boltinn hjá seljanda gagnanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.