13.6.2006 | 13:06
Ný borgarstjórn - Til loka kjörtímabilsins.
Þá er komið að því, sjálfstæðismenn setjast aftur í meirihluta í borgarstjórn Reykjvavíkur, en í þetta og sinn með stuðningi Framsóknarflokks, en ekki hreinan meirihluta.
Það verður gaman að sjá hvernig raðast í nefndir og ráð.
En ég get ekki stillt mig, svona af því hvernig umræðan var um 3. borgarstjóra síðasta kjörtímabils og svo umræðan um uppstokkunina í ríkisstjórninni hefur verið, að minnast á að að í fréttinni af mbl.is, er það tekið fram að borgarstjóri verði kosinn til enda kjörtímabilsins.
P.S. Það er tilhlýðilegt að óska nýkjörnum borgarfulltrúum til hamingju með kjör sitt og ég vona að störf þeirra verði borgarbúum til farsældar.
Borgarstjóri kosinn í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Grín og glens, Dægurmál, Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.